Mánudagur, 17. mars 2014
Formaður ESB-sinna hótar ófriði
ESB-sinnar sýna tilboði Bjarna Ben. um þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræðuslit fullkomna fyrirlitningu. Formaður ESB-sinna hótar í viðtalið við málgagnið ófriði ef ríkisstjórnin fer ekki í einu og öllu eftir kröfum hópsins.
Formaður ESB-sinna gerir ráð fyrir að þjóðin skjálfi og nötri þegar þingmenn Samfylkingar og kjósendur vinstriflokkanna herma kosningaloforð upp á formann Sjálfstæðisflokksins á mótmælafundi á Austurvelli sem trekkja fáeina tugi upp í fáein hundruð.
Miklir menn eru við Hrólfur minn.
Athugasemdir
Þetta er ekki maður að viðra skoðanir sínar heldur að hafa í hotunum við stjornvöld í nafni samtaka sem kostuð eru af ESB. Hann fer einnig með helber ósannindi varðandi hlutfall i undirskriftasöfnun. (Sem að mínu mati mætti rannsaka itarlega áður en mark er á tekið)
Mikilmennskubrjálæðið er algert þarna og vitnar vel um sálarástand þessa fólks. Kannski er þetta mál fyrir pólitíið í raun.
Leyfum honum að barna þessar hótanir.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.3.2014 kl. 18:04
Þessa ESB lið er algjörlega heillum horfið svei mér þá.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.3.2014 kl. 18:35
Ógeðfelld hótun.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.3.2014 kl. 22:12
Ætlar ríkisstjórnin að falla fyrir mikilmennskubrjálæði og ógeðfelldum hótunum og öfgum? Það bara getur ekki verið.
Elle_, 18.3.2014 kl. 00:13
Kristján Bjarnason er góður þarna í linknum.
Elle_, 18.3.2014 kl. 00:29
Það er engu líkara en Jón Steindór telji sig vera við stjónrvölinn í þessu þjóðfélagi.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 18.3.2014 kl. 07:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.