Sunnudagur, 16. mars 2014
Sjálfstæðisflokkurinn er vígvöllur - sakir heimsku forystunnar
Landsfundir Sjálfstæðisflokksins eru yfirgnæfandi gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Meðal kjósenda flokksins er aðeins 3-5 prósenta fylgi við aðild. Samt er Sjálfstæðisflokkurinn vígvöllur milli fullveldissinna og ESB-sinna. Hvers vegna?
Jú, vegna heimsku og dómgreindarleysis forystu flokksins sem rífur gat á ESB-víglínu ríkisstjórnarinnar með því að bjóða stjórnarandstöðunni upp á samninga um afturköllun umboðslausu umsóknarinnar.
Sjálfstæðisflokkurinn mun tætast í sundur ef forystan nær ekki vopnum sínum og fylgir landsfundarsamþykktum af staðfestu. Fullveldissinnar eiga trausta bandamenn í Framsóknarflokknum sem verður raunhæfur kostur í staðinn fyrir huglausa og dómgreindarlausa forystu Sjálfstæðisflokksins.
Það hefur ekkert verið ákveðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vel mælt, Páll. Sjálfstæðismenn eiga ekki að una því, að Bjarni Benediktsson fari með trúverðugleik flokksins í þessu máli veg allra Samfó-vega. Heiðarlegir og einarðir flokksmenn eiga að taka Bjarna tali, með tveimur hrútshornum, ef ekki vill betur, og sýna honum ella, hvar Davíð keypti ölið, ef Bjarni ætlar að vinna eins og þægur hvutti í bandi með ESB-óra-Samfylkingunni í þessu máli, en á MÓTI eigin landsfundi !!!
Jón Valur Jensson, 16.3.2014 kl. 15:05
Annars er Bjarni vitaskuld greindur. En þeim mun meiri er ábyrgðin.
Og ekkert vit er í því að láta stjórnarandstöðuna hafa sig að stuðpúða, hvað þá fótaþurrku!
Jón Valur Jensson, 16.3.2014 kl. 15:29
Sæll Páll - líka sem og aðrir gestir þínir !
Páll !
Tætist í sundur ?
Sá - MÁ nú sundrast / álíka geðfelldur félagsskapur (huglægt) og Rauðu Khmerarnir reyndust Kambódíumönnum - á sinni tíð.
Jón Valur !
Er - ''heiðarlega og einarða'' flokksmenn að finna yfirleitt í þessum söfnuði sjálftöku og sérhagsmunagæzku ?
Ekki það - að : A B S og V lista liðið sér HÓTINU BETRA í sínu sukki og undirferli - svo sem.
Með beztu kveðjum sem oftar - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.3.2014 kl. 15:43
Ert þú nú lagstur á sveif með spunamiðlum Samfylkingarinnar og undirróðursöflum hennar?
Hvað er að plaga þig? Er ekki allt í lagi að efna til kosninga um það hvort umsóknin liggi í salti eða verði dregin til baka?
Még sýnist að Árni Páll sé sammála þér um að það vilji hann alls ekki af ótta við að tapa málinu.
Mér persónulega þykir það ágæt stjórnkænska að fá þetta út af borðinu til að fá vinnufrið og hugsanlega afturkalla umsóknina ef vel tekst til.
Það á hinsvegar eftir að akoða lagalega hlið þess að þjóðin geti neitað alþingi um að kjosa um frumvarp sem lagt er fram. Þá er hreinlega búið að snúa lýðræðinu á haus. En kannski er það líknaratriði að gera þetta til að hjálpa Samfylkingunni yfir móðuna miklu.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.3.2014 kl. 17:47
Jón Steinar, tilboð BB til Árna Páls verður hlegið út af borðinu; þjóðaratkvæði um óbreytt ástand eða afturköllun er einfaldlega ígildi þess að draga dár að almenningi.
ESB-umsóknin fór til Brussel án atbeina þjóðaratkvæðis og það á að afturkalla hana án þjóðaratkvæðis. Bjarni Ben. fær hland fyrir hjartað um leið og hann verður var við minnstu mótspyrnu og það er einmitt það sem sem er hér á ferðinni: pólitískt hugleysi.
Páll Vilhjálmsson, 16.3.2014 kl. 18:52
Fint að hreinsa þjóðremburnar burt úr XD. Þeir meiga mín vegna fara í XB og ráða sig í vinnu hjá áburðarverksmiðju ríkisins.
Enda einu störfin sem verða eftir þegar Össur hf, Marel, CCP og fleiri verða farin úr landi
Sleggjan og Hvellurinn, 16.3.2014 kl. 19:16
"Samkvæmt niðurstöðunum vilja 81,6 prósent landsmanna taka ákvörðun um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu í stað þess að láta þingmönnum eftir að útkljá málið í þingsalnum."
" Um 66,2 prósent sjálfstæðismanna vilja ljúka málinu"
http://www.visir.is/mikill-meirihluti-vill-thjodaratkvaedagreidslu-um-esb-adildarumsokn/article/2014702289931
Sleggjan og Hvellurinn, 16.3.2014 kl. 19:20
Ég er sammála þér í öllu um fáránleika þessarar lausnar, en það er fullt tilefni til að sýna fólki fram á það með að fara þessa leið.
Nú þegar er Árni kominn með hland fyrir hjartað og áttar sig á þessum fáránleika. Á fundi samfylkingarinnar setti hann sig á móti því að kosið yrði um áframhaldandi limbó eða afturköllun en var ekki jafn skírmæltur um það hvað hann vildi í staðinn.
Hann er heimaskítsmát í þessu. Hann veit að minnihlutinn getur ekki heimtað að rikistjórnin svíki stefnu sína og haldi áfram viðræðum. Hann veit líka að málið er fyrirfram í tvöföldum lás, svo sú krafa er einskis virði. Hann veit einnig að það líka að það gengur í berhögg við stjórnarskrá að minnihluti heimti það að frumvarp verði afturkallað og komið í veg fyrir atkvæðagreiðslu á þingi.
Hann veit líka að ef frumvarpið verður afturkallað, þá stendur hann eftir með allt á hælunum.
Hann veit líka að ef kröfur ESB. Fyrir opnun kaflans um sjávarútveg verða gerðar heyrikunnar, þá fara öll sveifluatkvæðin yfir í nei hópinn. Hann veit einnig að ef ESB sleppir klónum af rýniskýrslunni og hún verður opinberuð, þá gerist það sama.
Hann veit líka að það voru öfl innan Samfylkingarinnar sem komu í veg fyrir að Steingrimi væri afhent skýrslan. Hann veit hverslags skandall það yrði ef það yrði opinbert.
Samfylkingin hefur málað sig út í horn og mér finnst það bara snjallt hjá Bjarna að bjóða þeim óþarfa, dýra og tæplega löglega kosningu um frumvarpið. Nú er þegar komið í ljós að þeir vilja það alls ekki.
Nú þarf bara að fá á hreint hver vilji þeirra er. Það er alveg óljóst af Ví að þeir vita það ekki sjálfir.
Það er allavega ekki nokkur leið að klára viðræður með því að samþykkja óaðgengilega skilmála bara í þeim tilgangi að hægt sé að kjosa um óásættanlega niðurstöðu. Heimta það að Gunnar Bragi fari til Brussel og kyngi því sem þeir gátu ekki kyngt sjálfir.
Með því að opna á þetta er Bjarni einfaldlega að varpa ljósi á fáránleika málsins. Það á eftir að ræða þetta í utanríkismálanefnd og opinbera ýmislegt sem ekki þolir dagsins ljós. Svo á eftir að kjósa um frumvarpið á þingi eins og lög gera ráð fyrir. Þingið mun samþykkja afturköllun og sú afturköllun kemur aldrei inn á borð Forseta til áfríunnar. Higsanlegt er þó að ákveðið verði að leyfa þjóðinni að segja álit sitt á niðurstöðunni, sem yrði algert einsdæmi í sögunni. Þega það er komið fram sem mun koma fram í þessu ferli öllu, þá þarf ekkert að óttast niðurstöðu almennings.
Utanríkisráðuneytið þarf bara að sjá til þess að þessar upplýsingar sem huldar eru myrkri í dag, komist tryggilega fyrir sjónir almenning.
Samfylkingin hefur verið í öndunarvél hvað þetta eina stefnumál hennar varðar. Það er kominn tími til að taka þessa vél úr sambandi í líknarskyni.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.3.2014 kl. 19:44
Óttalegir aular eruð þið tvímenningarnir, Sleggjan og Hvellurinn, að hafa ekki tekið eftir hinni marktæku Capacent-könnun, sem birt var í liðinni viku og sýndi 72% fylgi við þjóðaratkvæði um áframhald ESB-viðræðna. ANNAÐHVORT er það þá rétt, sem mig grunaði, að "könnun" ESB-Fréttablaðsins 28. febr. (sem þið vísið í) hafi verið fölsuð EÐA hitt hefur gerzt, að stórlega hefur dregið úr fylgi við þetta fantasíu-þjóðaratkvæði.
En það er aldrei hægt að treysta könnunum ESB-Fréttablaðsins í málum sem snerta ES-þráhyggju ritstjórans Ólafs og ESB-sinnaðra eigendanna.
Páll, ég tek undir orð þín hér kl. 18:52.
PS. Sleggjuhvellurinn opinberar aðeins fáfræði sína með því að gera lítið úr áburðarverksmiðju. Að vísu fara þeir sennilega ekki þangað, latté-sötrandi kaffihúsamennirnir í 101 Reykjavík, enda eflaust lítil eftirspurn eftir þeim.
Jón Valur Jensson, 16.3.2014 kl. 19:47
Nú þarf að skapa vinnufrið fyrir lausn mikilvægari mála. Þessi Bjarmalandsför hefur þegar kostað okkur fimm ár í viðreisninni.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.3.2014 kl. 19:49
Þar að auki er þetta 72% fylgi við að kasta kvartmilljarð í þýðingarlausa þjóðaratkvæðagreiðslu (óbindandi og getur ekkert vald tekið af Alþingi) einfaldlega árangurinn af markvissri áróðursherferð Baugsmiðlanna og vinnusvikamanna á Fréttastofu Rúvsins, herferð sem staðið hefur vikum saman.
Ekkert þvíumlíkt gerðist af hálfu sömu fjölmiðla sumarið 2009, þegar skoðanakönnun Capacent sýndi þó 76,3% fylgi við að setja ESB-umsóknina i þjóðaratkvæði !
Hver var ástæða sinnuleysis þeirra fjölmiðla um það mál? -- Rammasta hlutdrægni og vinátta þeirra við vinstri stjórnina, vinátta sem sýndi sig í þessu máli rétt eins og í Icesave-málinu mð álíka grófum hætti.
Jón Valur Jensson, 16.3.2014 kl. 19:55
Sleggjan má nú vita að Össur, Marel og CCP eru þegar farín úr landi í raun og Íslendingar eiga minnst í þeim fyrirtækjum. Arður þeirra fer úr landi og hefur gert um talsverðan tíma.
Spuni þeirra um Evru er andvana fæddur þar sem við erum ekki tækir undir hana næstu 10-15 árin ef allt fer á besta veg. Jafnvel þótt Grískum niðurskurði verði beitt til að koma okkur með skóhorni inn í Maastricht skilurðin. Þá held ég að það muni nú syngja í þjóðarsálinni.
Þessum fyrirtækjum er skítsama um velferð hér og eru eingöngu að spinna erlendum eigendum sínum í hag.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.3.2014 kl. 20:00
Það er hreint súrrealískt að þeir sem kenna sig við vinstristefnu og velferð skuli leggja allt í sölurnar til að þjóna auðrónum og banksterum í einu og öllu.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.3.2014 kl. 20:02
Þeir sem láta einna hæst í einkageiranum eru fyrirtæki tengd Björgúlfunum og Jóni Ásgeiri. Þeir sem hér leggjast á sveif með þessum hrunvöldum í evrópusambandsmálinu og nefna vilja vogunarsjóða og hrunvalda sér til fulltyngis í umræðunni mættu kafa aðeins dýpra í staðreyndirnar.
Skítblankir og kúgaðir verkamenn sem hér leggjast á sveif með klappliði þessara afla eru ekki beint sannfærandi, né samkvæmir sjálfum sér. Ég leyfi mér að skrifa það á fáfræði, þeim til vernar þó.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.3.2014 kl. 21:03
Altént, Utanríkisráðuneytið verðu að sjá til þess,að þær upplýsingar sem eru huldar myrkri í dag,komist tryggilega fyrir sjónir almennings. Helst oftar en einu sinni,já tryggilega greiptar í huga hvers manns., að gefnu tilefni.
Helga Kristjánsdóttir, 16.3.2014 kl. 22:34
Jón Steinar, skítblankir og kúgaðir verkamenn, af hverju ekki sins svartir og gulir menn þú æðttir að skammast þín fyrir þessi skrif, og svo klingir þú út með að segja stærri hluta þjóðarinnar heimskan, gleymir þú nokkuð að atkvæði flokks þíns koma að stórum hluta frá þessu fólki. Mér finnst að forysta sjálfstæðisflokksins ætti að biðja þig að hætta skrifum svo ekki verði skaði fyrir flokkinn. Og að endingu hafðu mannskap í þér til að biðja fólkið sem þú ert að skíta út afsökunar.
Óli Már Guðmundsson, 17.3.2014 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.