Laugardagur, 15. mars 2014
Stéttskiptir sjúkdómar og siðlaus samanburður
Það er betra að eiga barn með krabbamein eða hjartasjúkdóm en barn með geðsjúkdóm eða þroskaskerðingu, segir móðir einhverfs drengs á unglingsaldri. Rökin eru þau að það sé ekki nógu ,,félagslega fínt" að vera með einhverft barn á Íslandi. (Í hvaða landi ætli það sé fínt?)
Krabbamein og hjartasjúkdómar eru lífshættulegir sjúkdómar, einhverfa er það ekki. Samanburður þessarar móður er algerlega siðlaus.
Lífshættulegir sjúkdómar hljóta eðli málsins samkvæmt að njóta forgangs gagnvart veikindum sem ekki eru lífshættuleg.
Einhverfa ekki nógu félagslega fín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú segir: "Krabbamein og hjartasjúkdómar eru lífshættulegir sjúkdómar, einhverfa er það ekki."
Hvað heldur þú að mörg börn og unglingar hafi tekið sitt eigið líf vegna þess að þau höndla ekki lífið vegna þunglyndis eða stríðsins við einhverfu og persónuleikaröskun?
Þér að segja veit ég um þó nokkur tilfelli þar sem slíkt hefur gerst og er nóg að nefna son minn í því tilfelli og vinkonu hans einnig.
Svo skulum við nú ekki gleyma 11 ára dreng á suðurnesjum sem hengdi sig.
Þessi færsla þín segir allt sem segja þarf um þig og þínar skoðanir í þessum málum.
Jack Daniel's, 15.3.2014 kl. 09:45
Er barn þitt sjúkt Páll? Þá samhryggist ég þér og óska þér og þinni fjölskyldu alls hins besta.
Ef ekki samgleðst ég þér en er gjörsamlega óskiljanlegt hvers vegna þú ert að blanda þér í þessa umræðu?
Ólafur Örn Jónsson, 15.3.2014 kl. 10:48
Páll, konan sagði aldrei að það væri betra að eiga barn með krabbamein eða hjartasjúkdóm. Hún sagði einungis að þau börn fengju meiri skilning frá samfélaginu og þeim væri meira þjónað í veikindum sínum. Við heyrum of margar sögur af svona mismunun til að hunsa þær og það minnsta sem við getum gert, er að sýna fólki skilning.
Meðhöndlunin sem þessi mæðgin fengu hjá barnaverndarnefnd eru „kerfinu" til ævarandi skammar eins og svo mörg önnur dæmi sem maður hefur heyrt af.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 15.3.2014 kl. 11:14
Þessi færsla þín segir allt sem segja þarf um þig - - - Þú hefur mína samúð vegna sonar þíns. Það er samt of langt gengið að dæma mann í heild fyrir 1 misskilning eða 1 mistök nema maður hafi aldrei sjálfur gert nein mistök eða sagt neitt rangt.
Elle_, 15.3.2014 kl. 11:58
Ég er einhverfur og þessi færsla lætur mig langa til að taka líf mitt.
Hver þarf á sjúkdómum að halda þegar við höfum Pál Vilhjálmsson?
Guðmundur Ásgeirsson, 15.3.2014 kl. 13:07
1. einhverfa er ekki sjúkdómur heldur röskun.
2. það er mun minna gert fyrir börn og unglinga með tauga- og geðsjúkdóma og þroskaskerðingar, þ.e. þjónustan sem kerfið veitir er betri.
3. það kemur hvergi fram að betra sé að eiga barn með alvarlega sjúkdóma en tauga- og geðsjúkdóma og þroskaskerðingar.
4. einhverfa getur vel verið lífshættuleg röskun, en þá vegna þess hvernig samfélagið tekur á móti þeim með þessa röskun. Það er m.a. hægt að kynna sér þetta frekar hér (http://www.autismspeaks.org/blog/2013/05/13/whats-connection-between-autism-and-depression). "The percentage of children rated by their parents as “sometimes” to “very often” contemplating or attempting suicide was 28 times greater for those with autism than those with typical development. It was 3 times less among those with autism than among the non-autistic children who had depression. Depression was also the strongest single predictor of suicidal thoughts or attempts among the children with autism."
Snorri Örn Arnaldsson, 15.3.2014 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.