Næturgaman ESB-sinna

Þegar hagsmunum Íslands er ógnað af Evrópusambandinu, Norðmönnum og Færeyingum; þegar verkföll og verkfallsboðanir kalla á pólitíska umræðu um laun og efnahagsmál; þegar úfar rísa í alþjóðasamfélaginu vegna deilu Rússa og Úkraínumanna, já, hvað þarf þá stjórnarandstaðan á Íslandi að ræða um fram á nótt?

Jú, afturköllun ESB-umsóknarinnar umboðslausu. Kjósendur drógu tilbaka stuðning sinn við umsóknarstjórn Samfylkingar (12,9 %) og VG (10,9%) með afgerandi hætti við síðustu þingkosningar, fyrir tíu mánuðum, og kusu til valda stjórnmálaflokka sem lofuðu afturköllun umsóknarinnar.

Næturgaman ESB-sinna er á kostnað almennings. Stjórnarandstaðan mun finna fyrir timburmönnum þegar það rennur upp fyrir kjósendum að stefna þeirra er að kyssa á vönd Evrópusambandsins.


mbl.is Kvöldfundur stendur enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband