Laugardagur, 8. mars 2014
Bjarni Ben. höfundur nýrrar stjórnmálahreyfingar
Vísir að nýrri stjórnmálahreyfingu er að verða til í landinu. Hreyfingin sækir fylgi sitt í bókstafstrú á kosningaloforð pólitískra andstæðinga, einkum Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.
Í stjórnmálahreyfingu kosningaloforða BB er skrautlegt lið með ólíkan bakgrunn. Margir reyndu fyrir sér í framboðum við síðustu þingkosningar og einnig eru þarna stjórnlagaráðsmenn sem reyndu í umboði vinstristjórnarinnar að kollvarpa stjórnskipun landsins. Samfylkingarfólk sem líður önn vegna stöðu flokksins (12,9%) er vitanlega fyrir á fleti, sem og VG-istar.
Andstaðan við Davíð Oddsson var frumkrafturinn að stofnun Samfylkingar. Bjarni Benediktsson er kominn á sama stall þegar bókstafstrú á orð hans hleypa af stokkunum nýrri stjórnmálahreyfingu.
Tvö þúsund manns á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góður kæri Páll !
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.3.2014 kl. 17:13
"Samkvæmt niðurstöðunum vilja 81,6 prósent landsmanna taka ákvörðun um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu í stað þess að láta þingmönnum eftir að útkljá málið"
http://www.visir.is/mikill-meirihluti-vill-thjodaratkvaedagreidslu-um-esb-adildarumsokn/article/2014702289931
Sleggjan og Hvellurinn, 8.3.2014 kl. 17:18
RÚV talar um að "þúsundir" hafi tekið þátt en segir svo síðar í fréttinni að lögreglan áætli fjöldan um 2000.
Við getum því sagt að í kjarnalandi ESB-ismans, 101, nenni u.þ.b 2000 að mæta ef það eru bara skemmtiatriði í boði. Til að fá fleiri þarf að vera matur líka.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 8.3.2014 kl. 17:30
Hans.
Ég leit á mila.is og skoðaði beina útsendingu frá Austurvelli um það bil um 15:15 og þá náði hópurinn að trjánum við miðtorgið þar sem styttan er og má áætla að þetta hafi verið innan við 1.000 og væri gaman að gera hausatalningu ef einhver á yfirlitsmynd, en í myndavél mila.is sést ofan af þaki gamla Landssímahússins og auðvelt að sjá hversu lítill fjöldi var þarna. Ég sá Morgunblaðsmynd tekna frá sviðinu inn á Austurvöll tekna á sama tíma og ég sá þetta ofanfrá og á mynd mbl.is lítur þetta út fyrir að vera miklu meiri fjöldi en þegar maður horfir ofan frá.
Þetta er ein fréttafölsunin enn og ég treysti ekki löggæslumönnum betur en öðru venjulegu fólki eftir 200-230 daga bréfaskóla þeirra sem kallaður er lögregluskóli.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.3.2014 kl. 17:55
Það var kosið og aðildarsinnum var hafnað mjög afgerandi og í raun, þar með öllum megin málflutningi Sleggjunnar og Hvellsins á síðasta kjörtímabili.
Hún er því mjög sérkennileg sú fullyrðing að meirihluti kjósenda vilji klára aðildarferlið og þar með aðlagast lögum og reglum Evrópusambandsins.
Hvaðan kemur þessu vesalings fólki þessi bábilja í hug? Hver galdrað fram þessa skoðun, til að klína á heiðarlegt fólk sem vill fá að vera í friði fyrir þessum dæmalausa Evrópu þvættingi?
Hrólfur Þ Hraundal, 8.3.2014 kl. 19:52
Páll skrifar: „Bjarni Benediktsson er kominn á sama stall þegar bókstafstrú á orð hans hleypa af stokkunum nýrri stjórnmálahreyfingu." Ef kjósendur geta ekki tekið kosningaloforðum bókstaflega hvernig eiga þeir þá að taka þeim?
Gaman væri að fá Pál til að skýra það. Ef stjórnmálamaður segir: „Það verður þjóðaratkvæðagreiðsla á kjörtímabilinu." Hvernig eiga kjósendur að skilja þetta ef þeir vilja ekki vera „bókstafstrúarmenn", sem Páll telur augljóslega að sé rangt.
Wilhelm Emilsson, 8.3.2014 kl. 20:34
Predikari góður,
Ekki lýgur Mogginn! Ég vona að þú sért ekki að halda því fram :)
Wilhelm Emilsson, 8.3.2014 kl. 22:37
Nei Wilhelm !
Ég var bara að benda á að ljósmyndin sem blaðamaður mbl.is tók er frá sjónarhorni sem sýnir ekki heildarmyndina eins og ég sá á sama tíma ofan af þaki Landssímahússins.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.3.2014 kl. 22:57
Utan efnis Páll þá vil ég impra á einhverju sem gleður þig liklega jafn mikið og það gleður mig.
Liðna helgi var haldinn enn einn samstöðufundurinn á Austurvelli. Í þetta sinn ákvað lögreglan að taka sig saman í andlitinu og gera vísindalega áætlun um mannfjölda byggða á yfirlitsmyndum.
Niðurstaða talningarinnar var 2000 manns, þótt á myndum megi sjá að það er vel pakkað á völlinn.
http://www.ruv.is/frett/samstodufundur-a-austurvelli-0
Frett RUV nefnir þessar staðreyndir og fær prik fyrir en stenst þó ekki freistinguna að segja í fyrirsögn að "þúsundir" hafi mætt þarna í stað þess að segja 2000 manns.
Ég ætla allavega að vona að við getum tekiðukkur eitthvað kredit fyrir þessa jákvæðu þróun og tjah...sigur vísindanna. :D
Jón Steinar Ragnarsson, 8.3.2014 kl. 23:10
Þeir kunna að taka myndir þannig að maður ber við annan ,en sjást ekki fetin sem eru á mllli. Einn bútur enn úr Samfó,kannski nýtist þeim vel að bjóða fram margklofið.
Helga Kristjánsdóttir, 8.3.2014 kl. 23:13
Takk fyrir svarið, predikari.
Jón Steinar treystir því alla vega að þarna hafa verið um 2000 manns, eins og lögreglan segir.
Wilhelm Emilsson, 8.3.2014 kl. 23:22
Ég reikna með því að þeir hafi gert þetta rétt fyrst þeir taka því fram Wilhelm. Þetta er ansi langur vegur frá 6000 til 11000 manns, sem síðasta samkoma varieraði á og loksins aðeins um eina tölu að ræða.
Loksins var þó talið og við það er ég að sjálfsögðu sáttur. Vakti aldrei annað fyrir mér með ábendingum um þetta atriði.
Það er þó skemmtilegt að fá staðfestingu á inngróinni hlutdrægni RUV á sama tíma. Fyrirsögnin staðfestir það, enda vita þeir sem er að flestir lesendur lesa aðeins fyrirsagnir.
Nú er spurning hversu málefnalegur og sanngjarn þú ert Wilhelm. Er staðan eitt núll fyrir mér, eða vilt þú halda áfram með theoríurnar án þess að hafa hugmynd um hve margir voru þarna fyrir viku síðan?
Jón Steinar Ragnarsson, 8.3.2014 kl. 23:44
Ég hef enga ástæðu til að efast um talningu lögreglunnar fyrst þeir árétta að þeir hafi fengið þær út með skipulegri athugun á yfirlitsmyndum. Hvort sem einhver þar innandyra hafi pólitiska kuta að brýna eður ei, þá vita þeir að það eru allir möguleikar á að aðrir hafi gert hip sama í þessu tilfelli og opinberað hlutdrægni ef einhver væri.
Ég ætla því að þeir seu vandir að virðingu sinni, enda er fokið í flest skjól ef ekki er hægt að treysta henni fyrir hlutleysi.
Til þeirra hefur verið vísað með misvísandi tölur, sem virtust velta á því við hvern var talað eða því hvort spurningar voru leiðandi og þeim lögð orð í munn. T.d.:
"Heldurðu að það gætu hafa verið 6000 manns eða fleiri þarna?"
Svar: " já það gæti verið hugsanlegt."
Jón Steinar Ragnarsson, 8.3.2014 kl. 23:57
Sæll, Jón Steinar.
Þú skrifar: „Nú er spurning hversu málefnalegur og sanngjarn þú ert Wilhelm. Er staðan eitt núll fyrir mér, eða vilt þú halda áfram með theoríurnar án þess að hafa hugmynd um hve margir voru þarna fyrir viku síðan?"
Í fyrsta lagi, erum við í einhverri samkeppni hér?
í öðru lagi, hvaða teoríur er ég með?
Wilhelm Emilsson, 9.3.2014 kl. 00:02
Ég nefni hvergi samkeppni hér Wilhelm, heldur er ég að tala um misvísandi tölur sem hafa verið á lofti.
Segi þig heldur ekki vera með neinar theoríur heldur spýr hvort þú viljir halda áfram þeirri þrætubók, sem hefur verið í gangi um málið.
Hvers vegna hefur þú orð á því að ég treysti þessum tölum? Var það ómótstæðilegt fyrir þig að undirstrika hið augljósa í málinu?
Og fyrst þú vilt gera þig gildan í orðræðu um þetta, má ég þá soyrja þig um þín viðhorf til málsins?
Hvað voru margir á Austurvelli um þarsíðustu helgi?
Jón Steinar Ragnarsson, 9.3.2014 kl. 01:14
Eina leiðin út úr öllu þessu rugli og misvísandi skilaboðum kjósenda/skoðannakannana er að kjósa pólitískan forseta:
http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1359897/
Jón Þórhallsson, 9.3.2014 kl. 08:52
Sæll, Jón Steinar.
Takk fyrir athugasemdina. Þú sagðir: „Er staðan eitt núll fyrir mér, eða vilt þú halda áfram með theoríurnar án þess að hafa hugmynd um hve margir voru þarna fyrir viku síðan?"
Ég get ekki skilið þetta öðru vísi en samkeppnistal og að þú sért að segja að ég sé með theoríur. Samt segir þú núna: „Segi þig heldur ekki vera með neinar theoríur", en bætir svo við hvort ég vilji „halda áfram þeirri þrætubók, sem hefur verið í gangi um málið".
En hvað um það. Mér fannst gott að þú vitnaðir í „sigur vísindanna". Það var ástæðan fyrir því að ég sagði við predikarann: „Jón Steinar treystir því alla vega að þarna hafa verið um 2000 manns, eins og lögreglan segir." Þetta var ekkert skot á þig, ef þú hélst það. Predikarinn sagði að hópurinn á Austurvelli um þessa helgi hafi verið „innan við 1.000" að hans mati. Hærri talan, um 2000, var því ekki „augljós" að hans mati.
„Hvað voru margir á Austurvelli um þarsíðustu helgi?" spyrð þú. Í Morgunblaðsgreininni sem Páll krækti í stendur: „Hópurinn sem stendur fyrir fundinum skipulagði samskonar samstöðufund síðasta laugardag og mættu þá á bilinu 7-8.000 manns." Ég sel þetta ekki dýrara en ég keypti það.
Að lokum, ef þú ert eitthvað ólukkulegur með tilfallandi athugasemdir mínar, þá er enginn að neyða þig til að lesa þær.
Wilhelm Emilsson, 9.3.2014 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.