Föstudagur, 7. mars 2014
Friður og hagsæld á Íslandi, stríð og eymd í Evrópu
Ísland býr við 3,3% hagvöxt vegna þess að við erum fullvalda ríki og með krónu að lögeyri. Okkar ,,stríð" er nudd við Norðmenn og ESB útaf makríl.
Evrópusambandið býr við núll komma eitthvað hagvöxt og grimmdaratvinnuleysi sem leggur fjölskyldur í rúst og lætur ungt fólk sólunda bestu árum ævi sinnar í iðjuleysi. Evrópusambandið liggur að ríkjum þar sem stríðsástand ríkir, sbr. Úkraínu og Rússland.
Hvað er að þeim Íslendingum sem vilja ESB-ástand á Íslandi?
Hagvöxturinn gæti ýtt undir hærri vexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já kæri Páll - það er óskiljanlegt hvað er að þeim.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.3.2014 kl. 20:57
Sælir - Páll og aðrir gestir þínir !
Páll og Predikari !
Þið kjósið - að setja kíkinn fyrir blinda augað.
Þó svo - angist og hörmungar íbúa margra ESB landanna fari vaxandi að sönnu / skuluð þið alveg gera ykkur ljóst - AÐ HIÐ SAMA Á VIÐ ÍSLAND líka - því miður.
Oftar og oftar - hefi ég spurnir af fólki / sem á ekki málungi matar 1/4 - 1/2 hluta mánaðarins / sumt þess er ENN að þrjóskazt við að borga af ólöglegum lánum (síðan 2008) peninga:: sem gætu alveg eins verið komnir í Svartholi Bermúda þríhyrningsins þ.e. tapaðir viðkomandi - um aldur og æfi.
Þannig að - meira að segja hér á Íslandi gæti soðið upp úr einn góðann veðurdag - þegar fólk sér endurtekninguna á SVIKUM Jóhönnu og Steingríms - endurspeglazt í GUFUHÆTTI Sigmundar og Bjarna.
Með beztu kveðjum öngvu að síður - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.3.2014 kl. 22:21
Þið eruð nú svo gáfaðir þarna á klakanum, að þið veljið forsætis ráðherra eftir kyni og kynhneigð, en ekki aldri og fyrri störfum. Vigdís, forseti, vildi ekki neita alþingi að taka burt verkfallsrétt fólksins, af því að lýðræðisréttindi fólksins var dægurmál alþingis. Og Jóhanna, hvernig á þessi kona að geta unnið að málum fjölskyldufólks á Íslandi, en það er fyrst og fremst fjölskyldufólkið sem stuðlar að framtíð landsins og nú eru á hausnum, vegna þess að skuldirnar aukast við hverja afborgun.
Og svo maður tali ekki um fiskinn, sem Íslendingar eru svo duglegir við ofveiða sjálfir.
Fólkið sem barðist fyrir sjálfstæði frá dönum, og eru nú á góðri leið með að verða dönsk nýlenda aftur ...
Ég skil ekki hvað þetta fólk hefur að atast út í ESB
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 8.3.2014 kl. 01:37
Án þess að það skipti nokkru máli....þá má til gamans geta að Vigdis samþykkti lög á verkfall stéttar Jóhönnu. Þ.e. Kynsystur sínar í flugfreyjustétt.
Gaman að segja frá því Bjarni minn.
Hvað þessar athugasemdir ykkar Óskars hafa annars með efni pistilsins að gera, er mér hulið, en Óskar má endilega halda áfram að skrifa á þessum nótum sem andstæðingur ríkistjórnarinnar. Okkur veitir ekki af hjálpinni þessa dagana. :D
Jón Steinar Ragnarsson, 8.3.2014 kl. 02:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.