Þriðjudagur, 4. mars 2014
Þjóðaratkvæði gegn þjóðarvilja er mótsögn
Alþingi mótar pólitíska stefnu á hverju kjörtímabili sem ríkisstjórn fylgir eftir. Þjóðin gengur reglulega að kjörborðinu og kýs nýtt alþingi, ekki skemur en á fjögurra ára fresti. Í þingkosningum birtist þjóðarviljinn til þeirra valkosta sem framboð stjórnmálaflokka bera fram.
Þegar þjóðin kýs sér nýjan meirihluta á alþingi, líkt og gerðist sl. vor, gengur ekki að fráfarandi meirihluti geti gert kröfu um að meginþættir þeirrar stjórnarstefnu sem almenningur hafnaði fái tækifæri til endurnýjunar lífdaga með þjóðaratkvæðagreiðslu. Það væri gjaldfelling á þingkosningum.
Ríkisstjórn Samfylkingar og VG var með það á stefnuskrá sinni að ljúka aðlögunarferli Íslands inn í Evrópusambandið og byggði stefnuna á meirihluta alþingis 2009 til 2013.
Þjóðin kaus af sér meirihluta Samfylkingar og VG í þingkosningum fyrir tæpu ári og valdi sér meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks en báðir flokkarnir buðu fram þá stefnu að aðlögunarferlinu skyldi hætt.
Þjóðaratkvæðagreiðsla, sem hefur það að markmiði að halda til streitu meirihlutastefnu alþingis 2009 til 2013, ómerkir niðurstöður þingkosninganna sem haldnar voru fyrir tíu mánuðum. Lýðræðið breytist í þjóðaratkvæðissirkus og leiðir til upplausnarástands í stjórnmálum landsins.
Skýrslan rædd á nefndarfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
...og vegna þess að valdhafar ganga bak orða sinna og hafa útgefna stefnuskrá að engu er talað um að stofna nýja skilanefnd. Nefnilega skilanefnd kosningaloforða!
Jón Kristján Þorvarðarson, 4.3.2014 kl. 08:05
Þá er alveg eins gott að stíga skrefið til fulls og kjósa pólitískan forseta:
http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1359897/
Jón Þórhallsson, 4.3.2014 kl. 08:15
Þetta er kjarni málsins, fyrirsögnin rýmir hann vel. Vert er einnig að minnast þess, að aðildarumsókn að Evrópusambandinu var send í nafni Íslands en þjóðinni meinað að koma að málinu, rétt eins og þjóðin og Ísland séu tveir ólíkir hlutir. Þess vegna er það tvöföld vitleysa að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að þjóðin sagði sitt í alþingiskosningunum. Stjórnarandstaðan hefur lokast inní pakkanum.
Gústaf Adolf Skúlason, 4.3.2014 kl. 10:13
Auk þess Gústaf,geðu 3 af þeim sem kusu á Alþingi 2009,um inngöngu í ESB,.grein fyrir atkvæði sínu og upplýstu að þau væru á móti inngöngu,en kusu samt Já.þ.e. með tillögunni. Ef þetta eru ekki svik,,,???
Helga Kristjánsdóttir, 5.3.2014 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.