ESB-sinnar vilja undanþágur, ekki aðild - hlé, en ekki slit

Íslenskir ESB-sinnar eru sérútgáfa; þeir vilja ekki Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu heldur um undanþáguaðild að sambandinu. Í málflutningi ESB-sinna er rík áhersla á allar þær meintu undanþágur sem eru í boði frá Evrópusambandinu.

ESB-sinnar, afsakið, undanþágusinnar, eru svo sannfærðir um undanþágurnar sem eru í boði að jafnvel þegar Evrópusambandið neitar að halda áfram aðlögun Íslands, eins og gerðist á síðasta kjörtíma vegna landbúnaðarmála, þá einfaldlega neita undanþágusinnar að viðurkenna þá staðreynd.

ESB-sinnar urðu engu að síður að gera hlé á aðlögunarferlinu á síðasta kjörtímabili vegna þess að þeir komust hvorki lönd né strönd af þeirri einföldu ástæðu að Evrópusambandið vildi ekki ljá máls á undanþágum. Og nú brjálast undanþágusinnar, sem gerðu sjálfir hlé á ferlinu, vegna þess að það á að afturkalla umsóknina.

Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands fékk einróma lof í umræðum á alþingi. Ágúst Þór Árnason skrifaði þann kafla skýrslunnar sem fjallar um aðildarferlið. Hann segir sjálfhætt í aðlögunarferlinu þar sem engar undanþágur fást hjá Evrópusambandinu.

ESB-sinnar, afsakaði, undanþágusinnar,  munu brjálast yfir orðum Ágúst Þórs og fara í manninn en ekki málefnið, líkt og þeir ávallt gera, samanber meðferðina sem formaður Sjálfstæðisflokksins fékk alla síðustu viku.

Ríkisstjórn sem vill láta taka sig alvarlega getur ekki tekið mark á undanþágusinnum, innan þings og utan. Bara alls ekki.


mbl.is Viðræðunum við ESB sjálfhætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það þarf ekki að fara lengra en í glansbækling evrópusambandsins um aðildarferlið "Understanding Enlargement" sem raunar er lítur út eins og auglýsing frá lyfjafyrirtæki um hægðarlyf.

http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/20110725_understanding_enlargement_en.pdf

Þar a blaðsíðu 9, sem maður hefur bent á oftar en samsvarandi síðunúmer í heilsufrinni gömlu, er allt það sem fólk þarf að vita um "pakkann" afdrattarlaust og skýrt.

Á sömu síðu er einnig ítrekað sagt að þetta ferli gangi ekki nema í fullri satt við þegnana.

"...something that requires wide support from their citizens..."

" it is therefore important that goverments clearly and convincingly communicat the reasons for these reforms to the cotizens of the country.

Support from civil society is essential in this process."

Hverju misstu fulltrúar sambandsins af? Var þeim ekki kunnugt um andstöðuna, þó ekki nema fyrir það að einn marginal flokkur af fjórum væru harðlega a moti inngöngu og þar á meðal annar stjornarflokkurinn? Höfðu þeir aldrei séð skoðanakannanir meðal almennings?

Hvernig var svo þessari miðlun og sátt háttað? Af hverju virðist t.d. Enginn hafa seð þennan einfalda sparibækling?

Hvað er það sem folk skilur ekki í NOT NEGOTIABLE?

Var þessu ekki dreift í þýðingu.

Spurningarnar eru endalausar.

...

Jón Steinar Ragnarsson, 3.3.2014 kl. 08:55

2 Smámynd: Jón Logi Þorsteinsson

Það var einn af stækkunarmönnum ESB sem húsgestur hjá mér 2010. Hann taldi ólíklegt að við kæmumst inn, og muni ég rétt, hafi metið þetta sem hálfgerða tímasóun.
Hann var þó ánægður með sitt ESB svosem, sérstaklega samstarf kjarnaþjóðanna, sem ég skil vel.

Jón Logi Þorsteinsson, 3.3.2014 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband