Miðvikudagur, 26. febrúar 2014
VG á flótta frá 16. júlí-svikunum
VG sveik kjósendur sína og stefnuskrá 16. júlí 2009 þegar þingmenn flokksins greiddu atkvæði með ESB-umsókn Samfylkingar þvert á margyfirlýsta stefnu um að Íslandi væri betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess.
VG reynir að bæta fyrir svikin með því að leggja til formlegt hlé á aðildarferlinu inn í Evrópusambandið en þjóðaratkvæðagreiðslu í lok kjörtímabilsins. Það er hrein rökleysa og algert ábyrgðarleysi að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu rétt fyrir þingkosningar. Forysta VG er svo illa gáttuð af 16. júlí-svikunum að hún heldur að þingkosningar eigi ekki að snúast um meginmál eins og ESB-aðild heldur um einhverja ómerkilega froðu lyginna þingmannsefna.
Stjórnmálaflokkar verða að móta stefnu í meginmálum og standa við þau. VG gerði það ekki eftir kosningarnar vorið 2009 og situr uppi með Júdasarsvikin æ síðan. Engin þjóðaratkvæðagreiðsla mun bæta þau svik.
Stefnt verði að þjóðaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvers vegna gengur svikaraflokkurinn VG bara ekki inn í Samfylkinguna? Það væri miklu betra fyrir hann!
Ómar Gíslason, 26.2.2014 kl. 08:43
Ómar; VG gæti allt eins gengið í sjálfstæðisflokkinn. VG & Samfó harmónera ekki eins vel saman og sumt fólk virðist halda, af hugmyndafræðilegum ástæðum. Sem ég satt að segja skil ekki allar - þetta eru að svo miklu leiti trúarbrögð.
Ásgrímur Hartmannsson, 26.2.2014 kl. 08:53
Og til þess að hylma örlítið yfir svikin fann VG (WC) upp á máltækinu "AÐ KÍKJA Í PAKKANN" í sjálfu sér má segja að í þessu hafi falist snilldarlausn því landsmenn halda flestir að það sé eitthvað til sem heitir "AÐ KÍKJA Í PAKKANN"................
Jóhann Elíasson, 26.2.2014 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.