Þriðjudagur, 25. febrúar 2014
Bjarni Ben. stígur fram sem foringi
Formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, tók af öll tvímæli um hvar hann stendur gagnvart Evrópusambandinu og hvar Sjálfstæðisflokkurinn stendur í málinu.
Fullveldi aðildarríkja Evrópusambandsins er skert skref fyrir skref, sagði Bjarni, og útilokaði að aðild að sambandinu þjónaði íslenskum hagsmunum. Hann fór skipulega yfir málflutning þeirra sem vilja Ísland inn í Evrópusambandið og sýndi fram á að fæstir vildu þeir inn í ESB, eins og sambandið er í raun, heldur fá undanþáguaðild. En engin slík leið er fær inn í Evrópusambandið, aðeins leið aðlögunar.
Undanþágupólitík ESB-sinna á Íslandi er einkenni á umræðunni hér á landi. Önnur lönd, sem gengið hafa inn í ESB, hafa gert á það á þeim forsendum að þau eigi erindi inn í sambandið eins og það er.
Trúverðugleiki Sjálfstæðisflokksins krefst þess að flokkurinn styðji fyrirliggjandi tillögu utanríkisráðherra um að afturkall ESB-umsóknina, sagði Bjarni og fékk dúndrandi lófatak í salnum.
Vilji þjóðarinnar skýr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já þetta er alveg rétt og satt, rétt eins og við andstæðingar höfum verið að reyna að segja allan tímann.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2014 kl. 13:42
Sem fimmaurabrandaraforingi ?
Jón Ingi Cæsarsson, 25.2.2014 kl. 13:45
Sæll Páll - sem og aðrir gestir þínir !
Jah - lítilþægur ertu síðuhafi góður.
Flesta - telur þú nú orðið / til ''foringja'' Páll minn.
Bjarni er - og verður sama GUFAN og lagsmaður hans Sigmundur Davíð - svo og óforbetranlegu flónin Jóhanna og Steingrímur / hafi fram hjá þér farið.
Lið - sem LÝGUR upp í opið geðið á landsmönum árum og áratugum saman er fremur SNUBBÓTT og LÍTILFJÖRLEGT í mínum huga - alla vegana.
Kötturinn minn - sofandi 20 tíma Sólarhringsins er LÍFLEGRI en þessar stjórnmála dulur Páll minn !!!
Með beztu kveðjum öngvu að síður - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.2.2014 kl. 13:47
Páll þetta er hárrétt mat á fundinum í Valhöll, hann fylgdi Bjarna nær allur. Síðan er ótrúlegt að sjá hvernig ein fréttastofa, Stöð 2 í þetta skiptið, snýr öllu á haus, sýnir örfáar manneskjur áður en fundurinn byrjaði en forðast að sýna fullann klappandi sal, þótt kvikmyndað hafi verið allan tíman. Sérstaklega var sýnt og kvikmyndað frá eim eina sem var með svikabrigsl að hætti Samfylkingar.
Maður hélt að RÚV hefði einkarétt á hlutdrægninni, en Stöð 2 stendur sig sannarlega í því efni.
Ívar Pálsson, 25.2.2014 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.