Þriðjudagur, 25. febrúar 2014
60% atvinnurekenda á móti ESB-aðild
Um 60 prósent félagsmanna í Félagi atvinnurekenda er andvígur inngöngu Íslands í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun. Af fréttum RÚV undanfarna daga mætti ætla að meginþorri atvinnurekenda væri fylgjandi ESB-aðild.
Þegar kurlin koma öll til grafar eru meginstaðreyndir ESB-umræðunnar eftirfarandi:
meginþorri þjóðarinnar, um 60 til 70 prósent er andvígur ESB-aðild
meirihluti atvinnulífsins er á móti aðild
meirihluti alþingis er á móti aðild
Á hinn bóginn: Samfylkingin (12,9%) er með aðild.
Meirihluti á móti inngöngu í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hafa þá forsvarsmenn hinna ýmsu félaga atvinnurekenda, innan samtaka atvinnulífsins, þá umboð til að tala fyrir INNLIMUN Íslands í ESB eins og þeir hafa gert????????????
Jóhann Elíasson, 25.2.2014 kl. 11:17
Það getur varla verið.
Filippus Jóhannsson, 25.2.2014 kl. 12:09
Það er kannski svo löng og sterk hefð fyrir því að minni hlutinn hafi fengið að ráða í krafti eigna og valda að þessir hafa fyrir löngu gleymt að það sé til einhver meiri hluti sem hefur skoðanir og atkvæðavægi.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.2.2014 kl. 12:24
Stjórnmálafræðingur hallaði réttu máli í viðtali við útvarpið áðan, fyrst sagði hann að meiri hluti íslendinga vildi klára umræðurnar, sem reyndar byggist á því að fólk heldur að hér sé um samning að ræða en ekki aðlögun, og síðan sagði hann að meirihluti samtaka atvinnulífsins væri andvíg frumvarpinu, honum til minnkunnar hafa þau samtök borið þetta til baka, og komið í ljós að 60% þeirra eru á móti ESB.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2014 kl. 12:37
Rakel þannig vill minni hlutinn hafa það í dag. Sættir sig ekki við að þurfa að setja í minni pokann. Afleiðingin er útúrsnúningar og rangtúlkun á því sem meirihlutinn hefur sagt. Sá þreytandi minnihluti hefur tögl og haldir í ríkiseign eins og RUV. og nýtir það óspart til ófrægingar og niðurlægingar.Þetta eru vinnubrögð sem aldrei fyrr hafa sést á Íslandi. Síðan má rekja ómerkilegheitin allt til þess er hann komst til valda 2009,varla höfðu þeir fyrirmyndir í þeirri hegðun.
Helga Kristjánsdóttir, 25.2.2014 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.