Mánudagur, 24. febrúar 2014
Bjarni Ben. kennir ESB-sinnum pólitíska lexíu
ESB-umsókn sem ekki lifir af alþingiskosningar er dauðadæmd. Aðeins einn flokkur á alþingi styður aðild Íslands að Evrópusambandinu, Samfylkingin, og sá flokkur fékk 12,9 prósent fylgi í þingkosningunum sl. vor. Bjarni Benediktsson kenndi ESB-sinnum pólitíska lexíu í sjónvarpsviðtölum kvöldsins.
Jafnvel þó að stuðningur Bjartrar framtíðar við aðildarviðræður sé tekinn með þá hækkar stuðningurinn við ESB-umsóknina ekki nema upp í 20 prósent.
Þjóðin kaus sér öruggan meirihluta gegn Evrópusambandsaðild við síðustu þingkosningar. Mótsögn ESB-sinna er að trúa því að þeir geti tapað kosningum en haldið óbreyttri stjórnarstefnu. Þannig gerast hlutirnir einfaldlega ekki í lýðræðisríki með fyrirkomulag sem heitir þingræði.
Ranglega stofnað til málsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bjarni kom vel útur viðtölum kvöldsins ,stolt af Fjármálaráðherra þó ekki se eg sjálfstæðism...
rhansen, 24.2.2014 kl. 21:28
Fyrsta skipti sem ég er sammála Bjarna um nokkurn hlut.
Vonandi er sannleikur á bakvið það.
Guðmundur Ásgeirsson, 24.2.2014 kl. 23:36
Ýmist óvenjulegt gerðist,ég hef verið húkt á Facebook og umræðunum á þingi.Sannarlega stóð Bjarni sig vel og vonandi klára þeir málið eins og ætlað var.
Helga Kristjánsdóttir, 25.2.2014 kl. 03:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.