Ónýta ESB-umsóknin

ESB-umsókn Samfylkingar og VG frá 16. júlí 2009 er ónýt vegna þess að hún naut takmarkaðs stuðnings á alþingi og enn minni meðal þjóðarinnar sem alltaf er staðföst gegn ESB-aðild Íslands. ´

Ekki var hlustað á kröfur um þjóðaratkvæðagreiðslu sumarið 2009 og þess vegna er krafa ESB-sinna um þjóðaratkvæðagreiðslu núna reist á veikum grunni, svo ekki sé meira sagt.

Blekking ESB-sinna um að hægt sé að ganga til samninga við Evrópusambandið án aðlögunar liggur fyrir manna og hunda fótum með því að Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra tókst ekki á fjórum árum að semja um eina einustu undanþágu frá regluverki ESB. Eina leiðin inn í ESB er aðlögun þar sem umsóknarríki tekur jafnt og þétt upp regluverk sambandsins - án undantekninga.

Umsókn Samfylkingar og VG frá 2009 er lýðræðisbrestur sem meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var kosinn til að leiðrétta.


mbl.is Evrópumálin í brennidepli í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband