76% vildi þjóðaratkvæði um ESB-umsókn 2009

Afgerandi meirihluti þjóðarinnar, 76,3%, vildi þjóðaratkvæðagreiðslu vorið 2009 um það hvort sækja ætti um aðild að Evrópusambandinu. Ríkisstjórn Samfylkingar og VG hafnaði kröfunni um þjóðaratkvæðagreiðslu og knúði fram með tæpum meirihluta á alþingi að umsókn var send til Brussel. Í frétt Mbl.is af skoðanakönnuninni sumarið 2009 segir: 

Spurningin var svohljóðandi: Hversu miklu eða litlu máli finnst þér skipta að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu?

76,3% þeirra, sem svöruðu, sögðust telja að það skipi mjög miklu eða frekar miklu máli. 5,8% svöruðu hvorki né en 17,8% töldu það skipta frekar litlu eða mjög litlu máli að fara í þjóðaratkvæði um hvort Ísland ætti að sækja um aðild.

Það er ekki trúverðugt af samfylkingarfólki og VG-urum að krefjast þjóðaratkvæðis núna, þegar stendur til að lagfæra lýðræðisbrestinn frá 16. júlí 2009.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já segðu, æpa um lýðræði og ofstjórn, þegar þau sjálf stóðu gegn þjóðaratkvæðagreiðslu á sínum tíma.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2014 kl. 20:44

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það er skilyrðri ESB fyrir aðild allra nýrra aðildarríkja að samningurinn sé lagður undir kjósendur til samþykkis eða synjunar. Samningaleiðin endar því alltaf með þjóðaratkvæðagreiðslu um þekkt efni tilbúins samnings.

Í undibúningi að slíku ferli eða á meðan því er haldið áfram er fráleitt að halda kosningar um málið með tilheyrandi rökræðum og kappræðum sem fela í sér að Íslendingar afhjúpuðu helstu samningstromp sín og bæru fram andmæli sem jafnvel viðsemjendum hefði ekki hugkvæmst og rökræddu í þaula möguleika sína frami fyrir viðsemjendunum, og færu svo með ótímabæra ákvörðun t.d. um aðild án tilbúins samnings til viðræðnanna. Enda ekkert ríki eða stjórnmálaafl í Evrópu látið sér slíkt til hugar koma fyrr.

Ef hinsvegar á að draga umsóknina til baka er fráleitt að gera það án þess að spyrja þjóðina því aðeins þannig er þjóðin svipt allri aðkomu að málinu. Hin leiðin endar alltaf í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Helgi Jóhann Hauksson, 23.2.2014 kl. 20:58

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Helgi þetta er aðlögunarferli en ekki samningur, atkvæðagreiðslan yrði þegar væri búið að samþykkja alla kaflana og undirrita, ef til vill með fyrirvara, er voða erfitt að skilja þetta? Og meira að segja ESB kommiserar sendu ríkisstjórninn skýrsluna til að hnykkja á því að hér væri ekki um samning að ræða heldur aðlögun, og hafa ítrekað þessa staðreynd.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2014 kl. 21:22

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hvað þú kallar það Ásthgildur breytir engu um hvað það er, og það er ekkert sem við eru sérstakelga skyldug til að gera áður en samningur er fulltilbúinn og hann samþykktur eða honum synjað í þjóaðratkvæaðgreiðslu um lokaniðurstöðu. Okkur stæðu hinsvegar til boða styrkir til umbóta en við ráðum hvort við þiggjum styrkina og hvort við gerum umbæturnar.

Hitt er svo annað mál að frá því EES samningurinn ver gerður 1993 höfum við verið í linnulausri aðlögun að ESB án styrkja og án þess að hafa neitt um það að segja.

Helgi Jóhann Hauksson, 23.2.2014 kl. 21:42

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Helgi Jóhann. Er það ESB sem ákveður hvernig lýðræðinu er framfylgt hér? Voru það þeir sem bönnuðu semsagt að fram færi kosning um það hvort sótt væri um?

Hvað eru samningstromp? Vorum við með einhverja ása upp í erminni? Var eitthvað sem við þurftum að leyna sambandinu þar til á ögurstundu? Hvað dómadags þvæla er þetta í þér?

Er það fráleitt að hafa rökræður og kappræður fyrirfram um málið? Hvað í ósköpunum ertu að fara?

Eðli þessa ferlis, sem sýnt er að ekki eiginlegt samningsferli, þar sem ekki er um neitt annað að semja en um hversu hratt eða högt við tækjum upp allan 100.000 síðna reglupakkann, snýst um það að vera búinn að taka upp þennan reglugerðarpakka og innleiða hann í lok ferlisins.

Catch 22 hefði kaninn kallað slík skilyrði. Skilyrði ekki er hægt að komast undan, sama hvernig málið snýr.

Hefurðu vitað jafn skýra Orwlellíska sturlun?

Í allri þessari umræðu, þá hef ég enn ekki heyrt jafn mikið af rakalausri þvælu í jafn fáum setningum og þú setur fram hér. Til hamingju. Þú færð bikarinn til eignar.

Ég hefði reyndar veðjað á þig Dv kommentantinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.2.2014 kl. 21:48

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Disclaimer: Varið ykkur á krötum með kúrekahatt.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.2.2014 kl. 21:55

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Helgi skylirði ESB eru að ríkisstjórn þjóðríkis sem sækir um sé ákveðin og einhuga um að senda inn umsókn. Það var hún alls ekki,þegar ísland sótti um og hefur margoft verið tekið fram. Það er bara ein leið inn i Esb,að umsóknar ríki gangist undir reglur sambandsins,þe. Stjórnarskrá þeirra,það kallast að framselja fullveldi umsóknarrikisins til Esb. Helgi, þjóðin var svipt allri aðkomu að málinu í upphafi, mánuðina og árin sem á eftir komu,máttum við þola svik á svik ofan,auk óréttmætra krafna um skuldir sem logið var upp á þjóðina með fulltyngi ESB. Ég gef skít í það þótt þessi fjandar fái hland fyrir hjartað og kalli það brostinn streng í þessu grjótharða líffæri sínu. Sækjum aftur rétt okkar,sem Jóhönnustjórn tók af okkur. PS. Minni þig síðan á að þjóðaratkvæðagreiðsla var alltaf hugsuð sem ráðgefandi.

Helga Kristjánsdóttir, 23.2.2014 kl. 22:03

8 Smámynd: Elle_

Helgi Jóhann endurtekur orðin samningur og samningaleiðin, en þessi orð passa ekki neitt við málið.  Það voru aldrei neinir samningar í gangi.  Það ætti Helgi að vita ef hann er svona mikið ofan í þessu máli.  Veit ekki hvort sumt fólk les ekki eða er bara með brotavilja svo harðan að það endurtekur sömu lygina/vitleysuna út í hið óendanlega.

Elle_, 23.2.2014 kl. 22:08

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Maðurinn með hattinn hefur fælingarmátt um leið og hann þvælir og getur ekki svarað spurningum þínum Jón Steinar.

Helga Kristjánsdóttir, 23.2.2014 kl. 22:11

10 Smámynd: Elle_

Og svo notar hann orðin samningstromp og viðsemjendur.  Getur þessi endaleysa um samninga hins óumsemjanlega orðið nokkuð verri?  Helgi Jóhann, Brussel segir og skrifar NOT NEGOTIABLE sama hvað Össurarklíkan segir.

Elle_, 23.2.2014 kl. 22:17

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Haukur: lestu þennan glansbækling frá Evrópusambandinu sjálfu:

http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/20110725_understanding_enlargement_en.pdf

Þú hefur augljóslega ekki gert það. Ég hvet aðra ESB trúarofstækismenn til að lesa þetta líka. Þetta er beint úr gini ljónsins.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.2.2014 kl. 02:45

12 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Samningar og samningaleið eru vel skilgreind hugtök og það er einfaldlega áróðursbull sem stenst enga skoðun frekar en að Malta sé Vestmannaeyjar einhvers annars ríkis, að kalla aðildarviðræðurnar annað en samningaviðræður. Það breytir ekki því að það eru samningaviðræður um aðild Íslands að ESB og við getum aldrei ein og sér gerbylt grundvallar skipulagi og grunnlögum ESB — en við getum fengið sérlausnir á sérmálum okkar. Malta fékk 77 sérlausnir eða undanþágur árið 2004.

Helgi Jóhann Hauksson, 24.2.2014 kl. 11:57

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þessi skýrsla kemur frá ESB sjálfu og er sendi þáverandi ríkisstjórn til að ítreka kröfur sambandsins og skyldur Íslands í umsóknarferli, en það er afskaplega oft sem þeir sem vilja eitthvað annað reyni að gera svona plögg ómarktæk, rétt eins og skýrsluna frá HÍ á dögunum. Samin í Skagafirði og í L.Í.Ú. er það trúverðugur málflutningur?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2014 kl. 13:25

14 Smámynd: Einar Karl

Ef að 76% vildu Þjóðaratkvæðagreiðslu 2009 þá er ekki skrýtið að krafan um þjóðaratkvæðagreiðslu sé hávær nú. Krafan nú er sú að málinu sé ekki sópað út af borðinu í einhverjum flýti.

En í grundvallaratriðum er krafan sú sama nú og þá og við ættum öll að geta verið sammála um hana.

Einar Karl, 24.2.2014 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband