Varaþingmaður Samfylkingar: kljúfum Sjálfstæðisflokkinn

Baldur Þórhallsson prófessor og varaþingmaður Samfylkingar á síðasta kjörtímabili er leiddur til vitnis um það í málgagni ESB-sinna að heppilegt sé að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn.

Samfylkingardeild Sjálfstæðisflokksins er löngum ráðaandi á Fréttablaðinu/Vísi. Ólafur Stephensen er aðstoðarritstjóri og Þorsteinn Pálsson var ritstjóri á hruntímabilinu en skrifar núna þar fastan helgardálk.

Með því að tefla fram Baldri til að stofna flokksbrot úr Sjálfstæðisflokknum eru Ólafur og samfylkingardeildin að kanna aðstæður. Baldur hlýtur að trekkja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha sér er nú hver, þessi maður er að mínu mati algjörlega ómarktækur og ofstækismaður þar að auki, verði þeim að góðu. Og verði harðlínu ESB sinnum í sjálfstæðisflokknum að góðu, þeir hafa sýnt sitt rétta andlit þeir vilja ekki lýðræði heldur vilja þeir þröngva allri þjóðinni til að lúta sínum vilja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2014 kl. 17:50

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er nú ekki orðið mikið eftir til þess að kljúfa hjá XD.

Flokkurinn fékk 26,7% fylgi í þingkosningum 2013 - ef satt er að 10% kjósendanna séu ESB sinnar, þá þýðir það 2,7% fylgi fyrir nýtt flokksbrot. 

Nema fylgið skili sér heim frá XS, en hvað yrði þá um Samfylkinguna?

Kolbrún Hilmars, 23.2.2014 kl. 17:58

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð spurning Kolla hehehe

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2014 kl. 18:41

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ha ha ha ha hah..... maður er bara alveg að springa úr hlátri

Gísli Ingvarsson, 23.2.2014 kl. 19:06

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það voru margir aðildarsinnar bjartsýnir á að umsóknarferlið yrði stutt, veturinn og vorið 2009. Flestir, eins og t.d. þáverandi utanríkisráðherra, töldu að 18 mánuðir væru hámark þess tíma sem tæki að innlima landið undir ESB.

Einn samfylkingarmaður var þó bjartsýnni en aðrir og þóttist hann þar tala í nafni fræðimennskunnar, enda titlaður sem sérlegur sérfræðingum um málefni ESB og hefur sjálfur lýst sér sem þeim manni á Íslandi sem mesta þekkingu hefur á sambandinu.

Þessi maður taldi að jafnvel væri hægt að ganga frá samningi á þrem mánuðum. Þessu til staðfestingar benti hann á að Ísland væri aðili að EES samningnum og því í raun fá mál sem þyrfti að ræða. Þessi maður heitir Baldur Þórhallson.

Í nærri fjögur ár var haldið úti viðræðum við ESB. Á þeim tíma komst aldrei nálægt því að ræða þau mál sem deila gæti verið um. 

Fyrsta árið fór í að ESB tæki ákvörðun um hvort rétt væri að hefja viðræðu við Ísland. Eftir það fór allur tíminn í samlestur þeirra kaflana þar sem laga og reglukerfi okkar liggur næst laga og reglukerfi ESB. Því verki var ekki lokið þegar stjórnarskipti fóru fram. Hugsanleg deilumál voru enn víðs fjarri.

Þetta segir okkur að sá maður, sem hefur að eigin mati mesta þekkingu allra landsmanna á málefnum ESB, gat varla haft rangara fyrir sér!

Hví skyldi þekking þessa manns á ESB hafa eitthvað aukist?!

Gunnar Heiðarsson, 23.2.2014 kl. 19:44

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já nákvæmlega, og nú prédikar hann um botnfrystingu Íslands og Kúpu norðursins og ég veit ekki hvað.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2014 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband