ESB-sinnar og Illugi; lengsta undirskriftarsöfnunin

Illugi Jökulsson hleypti af stokkunum undirstrifarsöfnun fyrir málstað ESB-sinna í apríl á síðasta ári undir yfirskriftinni Klárum dæmið. ESB-sinnar og vefmiðlar þeirra eru búinir að kynna þessa undirskriftarsöfnun linnulítið síðan.

Afraksturinn eftir tæpt ár í undirskriftarsöfnun er 16, 339 undirskriftir. Heldur klént, sem sagt.

ESB-sinnar skilja hvorki ferlið inn í Evrópusambandið né hitt að það er fremur lítil eftirspurn eftir því meðal þjóðarinnar að ganga inn í sambandið.

 


mbl.is Undirskriftum safnað gegn afturköllun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvar voru þeir sem standa fyrir þessari undirskriftasöfnun þegar sótt var um aðild án þess að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort þjóðin vildi það?

Guðmundur Ásgeirsson, 23.2.2014 kl. 19:11

2 Smámynd: Einar Karl

Þessi söfnun gengur miklu betur en sú sem þú lýsir. Komnar eru yfir 10.600 undirskriftir á fyrsta degi!

Ég held að það væri miklu mun heppilegra að tilkynna formlegt viðræðuhlé, heldur en að draga umsóknina endanlega tilbaka. Það vinnst ekkert með því að loka alveg á ferlið um ókomna tíð. Er ekki betra að fresta bara viðræðum þetta kjörtímabil? þa getur ríkistjórnin á meðan sýnt í verki hvernig hún ætlar að byggja hé rupp framtíðar peningastefnu.

Fyrir utan að það eru auðvitað klár svik á kosningaloforðum BEGGJA stjórnarflokka, að ljúka ferlinu með þeim hætti sem utanríkisráðherra hefur boðað.

Einar Karl, 23.2.2014 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband