Sunnudagur, 23. febrúar 2014
Lýðræðisbresturinn frá 16. júlí '09 leiðréttur
Lýðræðisbresturinn 16. júlí 2009, þegar alþingi samþykkti með 33 atkvæðum gegn 28 en 2 þingmenn sátu hjá, að sækja um aðild að Evrópusambandinu verður leiðréttur í næstu viku þegar umsóknin verður afturkölluð.
Í kosningunum vorið 2009 var aðeins einn flokkur, Samfylkingin, með ESB-aðild á stefnuskrá sinni. Flokkurinn fékk innan við 30 prósent fylgi. VG var með á stefnuskrá sinni að halda Íslandi utan ESB. Svik eftirtalinna þingmanna VG var forsenda fyrir samþykki ESB-umsóknar Samfylkingar: Árni Þór Sigurðsson, Álfheiður Ingadóttir, Svandís Svavarsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Ögmundur Jónasson, Steingrímur J. Sigfússon, Bjarkey Gunnarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir.
Lýðræðisbresturinn á alþingi fólst í því að innan við þriðjungur þjóðarinnar kaus eina flokkinn sem var með ESB-aðild á stefnuskrá sinni. Ríkisstjórn Samfylkingar og VG hafnaði því að ganga til þjóðaratkvæðis um hvort Ísland skyldi sækja um aðild að Evrópusambandinu.
Það er sögulegt hlutverk ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að leiðrétta lýðræðisbrestinn frá 16. júlí 2009.
Athugasemdir
Það er alveg með ólíkindum að menn skuli snúa þessari gjörð upp á lýðræðishalla, hvar var þjóðaratkvæðagreiðslan þegar ákveðið var að sækja um. Nú segja þessir sömu aðilar að ríkisstjórnin þori ekki að hafa þjóðaratkvæðagreiðsu, hvað sem svo sem á að kjósa um, en hvar var viljinn fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu á þessum tímapunkti, og síðar 2010 þegar Vigdís lagði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald meðfram stjórnarskrárkosningunni, þá sagði þetta sama fólk NEI, við hvað voru þau hrædd?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2014 kl. 10:47
Þeir höfnuðu því i tvígang að leggja Þetta í þjóðaratkvæði. 2009 og 2010. Bara svo því sé haldið til haga.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.2.2014 kl. 14:35
Já einmitt.
Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumálum. Hún lagði fram þessa þingsályktunnartillögu: "Alþingi ályktar að fela dómsmála- og mannréttindaráðherra að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins. Atkvæðagreiðslan fari fram samhliða kosningu til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010".
Og hverjir sögðu nei ? Það er hér að neðan !
Og nú skulu menn skoða málflutning sumra hér í því ljósi, þegar þeir tala um svik við lýðræðið.
Álfheiður Ingadóttir,
Árni Þór Sigurðsson (Óskapast yfir svikum)
Ásta R. Jóhannesdóttir.
Baldur Þórhallsson, (sem snú óskapast yfir svikum.)
Birgitta Jónsdóttir.
Björgvin Sigurðsson
Björn Valur Gíslason (sem stendur á öndinni)
Guðbjartur Hannesson
Guðmundur Steingrímsson, (Óskapast yfir svikum)
Helgi Hjörvar, (Óskapast yfir svikum.)
Jónína Rós Guðmundsdóttir
Katrín Jakobsdóttir (Óskapast yfir svikum)
Kristján Möller.
Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Lúðvík Geirsson.
Magnús M. Norðdal.
Magnús Orri Scram.
Margrét Tryggvadóttir.
Mörður Árnason.
Ólína Þorvarðardóttir
Róbert Marshall.
Sigmundur Ernir Rúnarsson
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.
Siv Friðleifsdóttir,
Skúli Helgason
Steingrímur J. Sigfússon (Sem mikið óskapast um mestu svik og ég veit ekki hvað)
Svandís Svavarsdóttir.
Valgerður Bjarnadóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (hneyksluð)
Þór Saari
Þráinn Bertelsson
Þuríður Backmann
Ögmundur Jónasson
Össur Skarphéðinsson (ótrúlega hneykslaður og æstur yfir svikum)
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2014 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.