Búsáhaldabyltingin, Baugsfylkingin og Icesave-ESB-sinnar

Hörður Torfason aðalsprauta búsáhaldabyltingarinnar var á alræmdum blaðamannafundi Þorsteins Pálssonar, Benedikts Jóhannessonar og félaga þar sem þjóðin var hvött til að samþykkja Icesave-klyfjar Jóhönnu Sig. og Steingríms J.

Þorsteinn Pálsson var ritstjóri Jóns Ásgeirs Jóhannessonar Baugsstjóra sem notaði Fréttablaðið á útrásartímum til að útmála gildi auðmanna fyrir velferð þjóðarinnar. 

Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig Þorsteinn Pálsson býr til ESB-pólitík úr Icesave-grasrótinni. Líklegustu bandamenn hans eru Samfylkingin og ESB-sinnar úr VG.

Þau sundurlausu öfl sem í orði kveðnu segjast ESB-sinnar undirstrika hversu tækifærismennskan er allsráðandi meðal þessara jaðarhópa.


mbl.is Strengur brostinn í hjartanu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Það segir engin lengur að Þorsteinn Pállson sé Sjálfstæðimaður.

Nema hann sjálfur. Við hin vitum betur.

Birgir Örn Guðjónsson, 22.2.2014 kl. 16:10

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Skrítið, Páll að  þeir sem dásamað hafa mest hinn frábæra gjörning, þegar þjóðin hafnaði Icesave, skuli nú ekki treysta eða leyfa þessari sömu þjóð að taka ákvörðun um, hvort halda skuli þessum viðræðum áfram.

Þórir Kjartansson, 22.2.2014 kl. 16:11

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Páll stundum held ég að menn hafi svolítið misskilið árangur Búsáhaldabyltingarinnar og talið hana af hinu illa. Málið er að hún kom af stað hreinsun í íslensku samfélagi, fólk fór að hugsa, margir af mínum nánustu pólitískum vinum unnu mikið og lögðu mikið af mörkum til þessa atburðar. Gott fólk með heilbrigðar og skynsamlegar skoðanir. Ég er þakklát fyrir þennan atburð og alveg sannfærð um að hann kom hreyfingu á steindauða pólitík.

Svo þekki ég Hörð Torfason persónulega, hann er ekki pólitískur, en maður réttlætis og sanngirni. Hann þurfti að líða mikið fyrir sinn þátt í byltingunni. Hann var fastur fyrir og stjórnaði og forðaði meira en margur gerir sér grein fyrir, upplausn og skrílslátum.

Vandaður og góður drengur þar á ferð.

Við sem tókum þátt í þessu, vorum með allskonar hugmyndir um ESB og Icesave. Ég er og hef alltaf verið eindregin andstæðingur þess að ganga í ESB og þarna voru margir slíkir, ég barðist líka hart gegn þeim fáránleika sem var viðhafður í Icesavemálinu og áróðri fólks sem reyndi að telja okkur trú um að við yrðum að borga þessa skuld, því annars værum við svo vondar manneskjur. Flestir sjá nú á hvað rangri braut það fólk var, kúpa norðursins og svo framvegis, og enn heldur þetta fólk áfram.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2014 kl. 16:16

4 Smámynd: Skúli Víkingsson

Í lögum Sjálfstæðisflokksins segir: "7. gr. Landsfundur hefur æðsta vald í málefnum flokksins. Hann markar heildarstefnu flokksins í landsmálum og setur reglur um skipulag hans.". Síðasti landsfundur samþykkti: "Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Það stendur ekki til að halda aðildarviðræðum áfram svo að þá er ekkert að greiða atkvæði um.

Skúli Víkingsson, 22.2.2014 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband