Fimmtudagur, 20. febrúar 2014
Blóðslettur Össurar og sóðapólitíkin
Össur Skarphéðinsson vænir utanríkisráðherra Íslands um að blóð fljóti á götum Kænugarðs. Talsmáti Össurar og pólitísk aðferðafræði sýnir hyldýpi örvæntingar ESB-sinna á alþingi.
Eina von stjórnarandstöðu Samfylkingar, VG og Bjartrar framtíðar er hugleysi ríkisstjórnar Íslands. Ef ríkisstjórnin lætur sóðapólitík Össurar og hans nóta ráða ferðinni í utanríkisstefnu Íslendinga getur stjórnin allt eins pakkað saman og kvatt stjórnarráðið.
Ríkisstjórnarflokkarnir eiga vitanlega að leggja fram þingsályktun um afturköllun umboðslausu ESB-umsóknar Samfylkingar og VG frá 16. júlí 2009.
Kenndi ekki ESB um Úkraínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Össur þarf að skeita skapi sínu á ráðherra utanríkismála og gerir honum upp grófar aðdróttanir að Esb. Auðvitað er það ekki að ástæðulausu að fréttir frá Evrópu dragist inn í umræðuna,án þess að ég viti nákvæmlega hvað ráðherra sagði. En það sem ég heyri í fréttum er að Esb ætli að beyta Ukraínu refsiaðgerðum,ég hefði viljað heyra ehv. um friðarumleitanir,sem er bráðaðkallandi. Ég hef reyndar aldrei heyrt um neinar aðgerðir Esb nema refsiaðgerðir,vegna vanskila,vegna veiði strandríkja í sinni eigin landhelgi (eða á eigin bryggjum) vegna skuldar einkabanka......
Helga Kristjánsdóttir, 20.2.2014 kl. 21:39
Hvað sagði Össur nákvæmlega? Ef einhver er með það orðrætt væri vel þegið að sjá þau orð.
Wilhelm Emilsson, 20.2.2014 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.