Undanþágusinnar eyðileggja ESB-málstaðinn

ESB-sinnar berjast hver um annan þveran fyrir því sjónarmiði að Íslendingar eigi að fá undanþágur frá aðild að Evrópusambandinu. ESB-sinnar eru löngu hættir að berjast fyrir aðild á þeim forsendum að eftirsóknarvert sé að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu.

Laumu ESB-sinnum eins og Steingrími J. Sigfússyni er fróun í því að ræða þær fínu undanþágur sem Íslandi ætti kost á hjá Evrópusambandinu.

Jón Bjarnason, sem er ólíkt heiðarlegri stjórnmálamaður en Steingrímur J., útskýrir skilmerkilega hvers vegna Evrópusambandið lætur aldrei koma til þess að umsóknarríki fái varanlegar undanþágur. Þær eru einfaldlega ekki í boði.

Þegar ESB-sinnar geta ekki gert betur en að boða undanþáguaðild að Evrópusambandinu er vitanlega tómt mál að tala um aðild. Undanþágusinnar hafa eyðilegt málstað ESB-sinna og ber að þakka fyrir það.


mbl.is Háskólamenn ekki heilagir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það voru heimssýnarmenn sem bjuggu til þessa ,,undanþágu" umræðu og voru þá sennilega með í huga að sérhagsmunaklíkurnar sem þeir vinna fyrir fái að halda áfram spillingu sinni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.2.2014 kl. 13:19

2 Smámynd: Elle_

Það voru þunnir ESB-sinnar og aðrir samfylkingarmenn sem bjuggu til þessa fáránlegu undanþágu-umræðu.  Það átti að vera ein blekkingin og tókst illa þar sem þau skilja ekki að fyrir viti borið fólk, skipta undanþágur í Brussel engu einasta máli fyrir neitt fullvalda ríki.

Elle_, 20.2.2014 kl. 14:47

3 Smámynd: Elle_

Þetta er svipuð fáránleika-umræða og þeirra sem vildu samninga vegna ICESAVE og hinna sem voru í sífellu að reikna út vexti af upphæð sem við skulduðum ekki.

Elle_, 20.2.2014 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband