Pólitískur hæstiréttur Íslands sagði nei við ESB

Við síðustu kosningar stóð þjóðin frammi fyrir skýrum valkostum til aðildar að Evrópusambandinu. Samfylkingin með VG í taumi bauð þjóðinni upp á framhald á aðlögunarferlinu inn í ESB. Björt framtíð tók undir þá stefnu.

Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur buðu upp nákvæmlega sömu stefnu; að Ísland ætti að standa utan Evrópusambandsins.

Kosningaúrslit urðu eftirfarandi í prósentum

ESB-blokkin
Samfylking       12,9
VG                 10,9
Björt framtíð      8,2

Samtals           32 prósent

Fullveldisflokkar
Framsóknarflokkur 24,4
Sjálfstæðisflokkur  26,7

Samtals              51,1 prósent

Þingkosningar eru pólitískur hæstiréttur landsins. Niðurstaða kosninganna eru afgerandi og einboðið að ríkisstjórnin fari eftir þeim og afturkalli umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

 


mbl.is Ekki samningaviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæri Páll.

Þetta er hárrétt greining hjá þér !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.2.2014 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband