Mánudagur, 17. febrúar 2014
Umræðuhryðjuverk Gísla Marteins
Gísli Marteinn Baldursson fékk forsætisráðherra í settið hjá sér. Af öllum þeim fjölda mála sem komu til greina sem umræðuefni valdi Gísli Marteinn fjögur:
a) bankastjórn Seðlabankans
b) ,,hvað vildi Viðskiptaþing heyra"/ hvernig forsætisráðherra svarar gagnrýni
c) tollkvóti til Haga
d) ráðherraskipti
Það eitt að koma aðeins að fjórum umræðuefnum í tæpan hálftíma er lélegt af hálfu Gísla Marteins. Og af þessum fjórum eru tvö viðfangsefni, b) og c), algerlega fáránleg, áttu ekkert erindi í umræðuna og afhjúpa dómgreindarskort. Í seðlabankaumræðunni stóð Gísli Marteinn fyrir absúrd málflutningi.
Niðurstaða: Gísli Marteinn tók ekki viðtal heldur stundaði hann umræðuhryðjuverk.
Athugasemdir
Það verður að koma í veg fyir svona hryðjuverk.
Ein leið er t.d. sú að þáttastjórnandi eins og Gísli Marteinn sendi spurningar sínar skriflega til forsætisráðuneytis viku fyrir svona þátt, svo ráðuneytið geti yfirfarið þær og samþykkt eða hafnað.
Þannig er hægt að koma í veg fyrir að fjölmiðill ákveði uppá sitt eindæmi hvað þeir spyrja ráðherra í beinni útsendingu.
Þá myndi líka ráðherrann getað undirbúið greinargóð og ítarleg svör, í samráði við sína samstarfsmenn og sérfræðinga.
Áhorfendur myndu sleppa við svona óforskammaðar yfirheyrslur, þar sem sjónarvarpsmenn þykjast geta spurt æðsta stjórnanda landsins að hverju sem er!
Skeggi Skaftason, 17.2.2014 kl. 12:09
Það voru nú ekki spurningarnar sem skiptu þarna máli heldur hvernig spyrilinn hagaði sér gagnvart viðmælanda sínum, fullyrðingar frammíköll og jú víst, á ekki að heyrast á svona vettvangi. Gísli varð sér þarna til háborinnar skammar með framkomu sinni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.2.2014 kl. 12:44
Það var einmitt þannig í eina tíð, að spurningar sem þáttastjórnendur hugðust leggja fyrir ráðamenn voru sendar til þeirra,eða þeim skýrt frá efni þeirra. Í mörg ár var klifað á því að ráðherrar kæmust upp með að svara ekki beint,heldur fóru fjallabaksleið hindrunarlaust og svarið sjaldan skýrt.Steingrímur er sá eini á þingi sem ennþá kann þessa aðferð,enda alla sína stjórnartíð fengið drottningarviðtöl,að ég tali ekki um sjálfa drottninguna af Samfó.þegar hún var og hét.,,. Passar þá ekki að ráða í þessa uppá komu,með "sumir segja”(eins og forsætisráðherra benti Gísla M. á) að hún sé runnin undan rifjum peningaaflanna,sem ólmir vilja í Esb.
Helga Kristjánsdóttir, 17.2.2014 kl. 12:57
Gísli vildi bara vita hvort Eyju-fréttin væri á rökum reist eða ekki. Sigmundur vildi hvorki neita því né játa, en fór í staðinn að þusa eitthvað um fjölmiðla og finna að orðalagi í spurningu Gísla, spyrja hann um Fréttablaðið og ég veit ekki hvað og hvað.
Sigmundur var illa undirbúinn, hann virtist ekki búinn að ákveða hvort hann átti að jánka því að þetta stæði til.
Hann hefði í öllu falli getað svarað því að EF bankastjórum yrði fjölgað þá yrðu þeir ráðnir inn á faglegum forsendum en ekki "handvaldir".
En þessu treysti sér Sigmundur ekki til að neita, heldur hellti sér út í tóma stæla. Lélegt.
Skeggi Skaftason, 17.2.2014 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.