Umsóknin afturkölluð - rökin sem rotuðu Viðskiptaþing

Í beinu framhaldi af umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar er einboðið að ríkisstjórnin leggi fram þingsályktun um afturköllun ESB-umsóknarinnar sem Samfylkingin stóð að ásamt VG sumarið 2009 og strandaði í vetur.

Einhverjir talsmenn Viðskiptaráðs reyndu að blása lífi í bábiljunna um að ,,kíkja í pakkann."  Forsætisráðherra skaut þá hugmynd svo gersamlega í kaf með ræðu á Viðskiptaþingi að ekki hefur heyrst múkk um ESB frá talsmanninum síðan. Hér er bútur úr ræðu Sigmundar Davíðs sem þaggaði niður í kjánaumræðunni um að ,,klára samninginn."

Ísland er ekki á leið í Evrópusambandið. Í landinu er ríkisstjórn sem er einhuga um að hag landsins sé best borgið utan sambandsins, eins og fjölmörg dæmi undanfarinna ára sanna. Umræðan um Evrópusambandið og Evrópusambandsaðild hefur hins vegar verið nokkuð sérkennileg á Íslandi undanfarin ár, svo ekki sé meira sagt.
Hér hefur orðið lífsseig sú sérstæða hugmynd að hægt sé að sækja um aðild að Evrópusambandinu til að kanna hvað er í boði. Breytir þá engu hversu oft og afgerandi Evrópusambandið sjálft reynir að leiðrétta þetta og benda á að ljóst sé hvað er í boði og það sem er í boði sé ekki umsemjanlegt.

Varla dettur íslenskum atvinnurekendum það til hugar að það sé æskileg eða yfir höfuð framkvæmanleg utanríkisstefna fyrir Ísland að ríkisstjórn sem er alfarið andvíg aðild að ESB standi í viðræðum við sambandið með það að markmiði að koma landinu þar inn?

Undirriti jafnvel samning um aðild Íslands að ESB við hátíðlega athöfn í Brussel og láti klingja í kampavínsglösunum, en lýsi því svo strax yfir að þau ætli að berjast gegn því sem þau voru að undirrita? Varla dettur fólki í hug að ábyrg ríkisstjórn myndi fara með land sitt í slíka vegferð?

Myndi stjórn í hlutafélagi ganga frá samningi um samruna við annað fyrirtæki vitandi það að meirihluti hluthafa væri andvígur samrunanum, og ekki aðeins það heldur væri öll stjórnin, hver einasti stjórnarmaður í fyrirtækinu, andvígur samrunanum.

En ætlaði samt að verja einhverjum árum í að gera ráðstafanir til að undirbúa samrunanann, miða öll störf fyrirtækisins við þann undirbúning, já og undirrita svo samkomulag um samruna með fyrirvara um samþykki hluthafafundar, til þess eins að geta svo sagt: við teljum samninginn sem við vorum að undirrita ekki fyrirtækinu í hag, og að mjög óráðlegt væri að staðfesta hann.

Í samskiptum Íslands og ESB er ekki einu sinni um samruna að ræða heldur beiðni umsóknarríkis um innlimun.


mbl.is Evrópuskýrslan lögð fram á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Til hvers væri þá öll þessi barátta,af öllu afli öll þessi ár,hjá okkur Esb,andstæðingum,ef hún leiddi ekki til afturköllunar á umsókninni? Það var svo skýrt í seinustu Alþ.kosningum og hefur ekkert breist.

Helga Kristjánsdóttir, 17.2.2014 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband