Sunnudagur, 16. febrúar 2014
RÚV í þágu Haga
Gísli Marteinn eyddi drjúgum tíma í að þýfga forsætisráðherra um hagsmuni Haga, en það er fyrirtæki á fákeppnismarkaði sem vill sérþjónustu fyrir sig. Til að undirstrika hvar hagsmunaþjónkun RÚV liggur var forstjóri Haga mættur í sexfréttir RÚV að básúna áróðurinn gegn landbúnaði.
Þegar Haga-áróðri sleppti var Gísli Marteinn upptekinn af því að útmála forsætisráðherra sem pólitískan ofbeldismann, eins og Hans Haraldsson útskýrir.
Gísli Marteinn var spyrill með boðskap og pólitíska dagskrá sem ekki er við hæfi hjá spyrli á launum hjá RÚV.
Vá. Þetta var furðulegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Til háborinnar skammar.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.2.2014 kl. 21:14
Rök með frjálsri verkaskiptingu milli þjóða, erlendum landbúnaði og íslenskum fiskveiðum, er óháð tilteknum innflytjanda - jafnvel þó sá innflytjandi sé kjaftstór.
http://thorlacius.blog.is/blog/thorlacius/entry/1356150/
Bjartur Thorlacius, 16.2.2014 kl. 21:44
Gisli Marteinn ætti ekki að láta sja sig oftar á skjánum !!
rhansen, 17.2.2014 kl. 00:18
Þetta er i fyrsta sinni sem ég horfi á hann í þessum þáttum,það var þá uppákoman. Það er skömm að bjóða upp a svona dónalegan spyrjanda.
Helga Kristjánsdóttir, 17.2.2014 kl. 02:44
Sammála þér kæri Páll.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.2.2014 kl. 07:32
Næsta Sunnudag:
Sunnudagsmorgunn með Gísla Marteini.
Gestur þáttarins og viðmælandi: Gísli Marteinn.
Aðrir gestir: aðeins til sýnis en ekki viðtals.
Guðmundur Ásgeirsson, 17.2.2014 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.