Sjálfstæðisflokkurinn er jafnaðarmannaflokkur

Jöfnuður er hugtak jafngamalt landnámi. Sigurður Nordal segir í Íslenskri menningu það enga ,,tilviljun, að orðið ójöfnuður varð svo tíðhaft í íslensku í merkingunni rangsleitni." (bls. 127) Skýring Sigurðar er að hugmyndin um jöfnuð hafi þróast með frjálsum mönnum sem ekki sættu sig við rangindi stórbokka.

Í Landnámu eru tilfærð fjöldi dæma um landnámsmenn sem fluttu hingað vegna ofríkis norska konungsvaldsins. Þessar frásagnir lögðu drjúgt til sjálfsmyndar Íslendinga, að þeir væru frjálshuga og liðu ekki órétt. Sigurður Nordal bar þessa hugmynd fram á síðustu öld og var hlustað á hann.

Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður á grunni þeirrar hugsunar að sjálfstætt fólk eigi sér heimili í fullvalda ríki. Mannjöfnuður Sjálfstæðisflokksins birtist skýrast í lífsseigasta slagorði flokksins, ,,stétt með stétt."

Það vill stundum gleymast að Sjálfstæðisflokkurinn er jafnaðarmannaflokkur, sá elsti á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þannig að það var hreinn misskilningur þegar Jónas frá Hriflu var meðal þeirra sem studdu stofnun Alþýðuflokksins 1916 að hann væri jafnaðarmannaflokkur.

Ómar Ragnarsson, 16.2.2014 kl. 14:50

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ómar, ég sagði ekki að Sjálfstæðisflokkurinn væri eini jafnaðarmannaflokkurinn, en hann er sá elsti eftir að Alþýðuflokkurinn var lagður niður.

Páll Vilhjálmsson, 16.2.2014 kl. 18:05

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ég myndi nú hlusta á Ómar og fara varlega út í þessa sálma. Samkvæmt því sem þú skrifar, Páll, er Sjálfstæðisflokkurinn þjóðernissinnaður. Hægri flokkur sem er þjóðernissinnaður og jafnaðarmannaflokkur. Hm? Hvað skildi það nú vera? National socialism, ekki satt? Nationalsozialismus. Æ, það er nú kannski ekki það sem þú meintir, var það? Þetta getur svo auðveldlega snúist í höndunum á þér að ég myndi bara gleyma þessu.

En Stétt með stétt er frábært slagorð.

Wilhelm Emilsson, 17.2.2014 kl. 07:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband