Fimmtudagur, 13. febrúar 2014
Virðing DV í hættu - SOS, MAYDAY
Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra fékk bréf frá lögfræðingi DV í dag. Gefum Birni orðið
Lögfræðingur Reynis Traustasonar sendi mér kröfubréf í dag þar sem ég er sakaður um að hafa brotið235. gr. alm. hgl. Ég hafi með öðrum orðum haft í frammi aðdróttun virðingu DV til hnekkis. Lesendur blaðsins vita að til þess þarf einbeittan brotavilja og er hann ekki fyrir hendi hjá mér. Er leitt til þess að vita ef saklaus skrif mín hafa dregið úr trúverðugleika DV að mati Reynis Traustasonar sem má ekki vamm sitt vita eins og alþjóð þekkir.
Það hlýtur að bresta á með fjöldamótmælum og samfélagslegri upplausn sé virðingu DV misboðið.
Athugasemdir
DV á enga virðingu skilið. DV er ómerkilegur sorpsnepill sem þrífst á lygum, kjaftasögum og rógburði. Og er þá vægt til orða tekið.
Aztec, 13.2.2014 kl. 22:23
Björn Bjarnason er óvanalega nákvæmur í lýsingum og skrifum. Ef ego-um finnst það mannorðsmeiðandi er það þeirra vandamál. Hlægilegt bara komandi frá blaði sem leyfir mannorðsmeiðingar og níð. DV ætti að halda sig á mottunni.
Elle_, 13.2.2014 kl. 22:44
Reynir er í fjárhagskröggum. Úps , nú stefnir hann mér líklega.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 14.2.2014 kl. 02:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.