Miðvikudagur, 12. febrúar 2014
Stelur verslunin gengishækkun krónunnar?
Gengi krónunnar hefur hækkað um tæp 12 prósent frá í nóvember. Samkvæmt því ætti innflutt vara að hafa lækkað um áþekkt hlutfalla og jafnvel hærra í ljósi þess að verðhjöðnun er í sumum viðskiptalöndum okkar.
En hefur verslunin lækkað vöruverð á innfluttum vörum um 12 prósent á síðustu mánuðum?
Að því marki sem verslunin lækkar ekki vöruverðið er það þjófnaður.
Gengi krónunnar hefur hækkað um 11,8% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fréttamenn vilja frekar ræða um "ofurtolla" en þetta og Andrés Magnússon er ekkert að tala um svona "smámuni" hann vill bara tala um slæman aðbúnað verslunarinnar hér á landi.
Jóhann Elíasson, 12.2.2014 kl. 12:32
Fyrsta frétt St.2 í gærkvöldi,var um flótta vel stöndugra fyrirtækja,frá Íslandi,vegna brenglaðs skattaumhverfis.
Helga Kristjánsdóttir, 12.2.2014 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.