Miðvikudagur, 12. febrúar 2014
Bjarni Ben. um völd og viðbrögð vinstrimanna
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins var hreinskilinn þegar hann sagði blaðamanni Austurfrétta að stjórnmál snerust um völd.
Það er sitt hvort að vera formaður í stjórnarandstöðu eða ríkisstjórn. Ég finn mikinn mun á því þegar ég hitti fólk. Það var eitthvað rangt þegar við vorum ekki í ríkisstjórn. Eitthvað öfugt við það sem ætti að vera. Fólkið var hins vegar tilbúið að gera allt til að snúa því við. Við höfum klárað það verkefni að koma vinstri stjórninni frá. Við verðum að vera hinn augljósi, sterki valkostur við vinstri stjórn í landinu.
Sannferðug lýsing Bjarna á verkefni stjórnmálaflokka veldur andköfum hjá álitsgjöfum vinstrimanna. Illugi Jökulsson segir viðhorfið ,,ömurlega hrokafullt" og Stefán Ólafsson leggur sjálfstæðismönnum þau orð í munn að kosningar séu ,,tilraun til valdaráns" en engum slíkum viðhorfum er til að dreifa í málflutningi formanns Sjálfstæðisflokksins.
Vandlæting vinstrimanna á orðum Bjarna kemur kannski til vegna þess að vinstrimenn vita ekki almennilega hvers vegna þeir eru í pólitík. Það eru jú fjórir vinstriflokkar á alþingi og framboðin við síðustu kosningar voru töluvert fleiri. Og ef vinstrimenn stofna ekki flokka til að ná völdum, til hvers eru þeir þá stofnaðir?
Athugasemdir
Veit ekki til til þess að Illugi né Stefán séu í stjórnmálumum þó vissulega hafi ég grun um að þeir séu miðju eða vinstri menn. En hélt reynar að Stefán væri nú fyrir einhverjum vikum kominn á línu framsóknar! Þannig mér finnst hæpið að taka orð 2 bloggara sem almenna skoðun allra vinstri manna. En finnst að menn gleymi að þessi orð Bjarna má túlka sem að Sjálfstæðisflokkurinn líti á sig sem valdaflokk sem eigi Ísland og hafi það til ráðstöfunar fyrir sig og sína. Og það að þjóðin vogi sér að reyna aðrar leiðir í 4 ár hafi raskað hugarró almennings og nú eigi að storka allt út sem gæti minnt á vinstri stjórn þó það hafi kannski verið til bóta. Alveg sama burt með það!
Magnús Helgi Björgvinsson, 12.2.2014 kl. 10:24
Álveg rétt ályktun hjé þér Páll, vinstrimenn hafa ekki hugmynd um hvers vegna þeir eru í pólitík. Þeir stökkva a hvert mál sem þeim þykir líklegt til vinsælda og gleyma því svo þegar ný tískubóla svífur framhjá.
Ragnhildur Kolka, 12.2.2014 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.