Mánudagur, 10. febrúar 2014
Fréttastofa RÚV í landi Kafka
Fréttastofa RÚV sagđi međ ţjósti í hádeginu ađ ,,ţjónar réttvísinnar" neituđu ađ tjá sig um rannsókn á mögulegum leka á minnisblađi úr innanríkisráđuneytinu. Í nokkra daga hafa fréttamenn RÚV leitađ uppi fólk til ađ spyrja hvort innanríkisráđherra eigi ađ segja af sér vegna rannsóknarinnar.
Samtímis sem fréttastofa RÚV er í hlutverki yfirsaksóknara í opinberum málum sannast lögbrot á fréttastofuna. Lögbrotiđ er fullframiđ og viđurkennt af RÚV. Samt er látiđ eins og ekkert hafi gerst og engum viđurlögum er komiđ viđ.
Óđinn Jónsson yfirmađur fréttastofu RÚV situr í sínu embćtti og lćtur eins og stofnunin og hann sjálfur séu hafin yfir lög og rétt.
Óđinn og fréttastofa RÚV myndu sóma sér í sögum Franz Kafka sem skrifađi um ósýnilegt vald og absúrd stofnanir.
Stjórn RÚV, sem á ađ gćta hagsmuna almennings, hlýtur ađ taka af skariđ og kveđa upp úr um ţađ hvort fréttastofa RÚV sé hafin yfir lög og rétt.
Athugasemdir
Ég hef hoggiđ eftir ţví ađ síđan fjöldauppsögnin átti sér stađ á Rúv hefur fréttastofan veriđ agressívari í fréttaflutningi sínum ţar sem lakari fréttir eru annars vegar og hćgt er ađ tengja á einhvern hátt viđ ríkisstjórnina.
Kristján Jón Sveinbjörnsson, 10.2.2014 kl. 13:56
Gott hjá Páli. En merkilegt annars, í framhjáhlaupi, ađ einungis 1.732 manns tóku ţátt í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík, risanum međal sveitarfélaga, en í langtum minni kaupstađ, Kópavogi, greiddu 2.872 atkvćđi í prófkjöri Sjálfstćđisflokksins um helgina og ţađ međ miklu fyrirhafnarsamari ţátttöku-ađferđ -- sjá hér: Eymd Samfylkingar.
Jón Valur Jensson, 11.2.2014 kl. 02:04
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.