Samtök hrunverja í menntamálin

Tvenn aðalsamtök hrunverja, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð, gera sig gildandi í menntaumræðunni. Samtök atvinnulífsins vilja stytta nám til stúdentsprófs um eitt ár og Viðskiptaráð að háskólar innheimti skólagjöld.

Samtök hrunverja kunna ekkert og geta ekkert á sínu málefnasviði, sem er atvinnu- og efnahagsmál, það sýndi hrunið. Og hvers vegna í ósköpunum ættum við að hlusta á menntastefnu hrunverja?

Það er mælikvarði á dómgreind stjórnmálamanna hvort þeir taka mark á samtökum hrunverja. Dómgreind stjórnmálamanna er því verri sem þeir hlusta meir á ráð Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs um menntamál.

Heyrir þú það, Illugi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband