Tvöfeldni ESB-sinna verður þeim að falli

Ný könnun sýnir aðeins einn af hverjum fjórum landsmanna hlynnta aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þetta er lægra hlutfall en oftast áður þegar um 30 prósent þjóðarinnar gefa sig upp sem fylgjendur ESB-aðildar.

Á síðustu misserum hættu ESB-sinnar að tala fyrir aðild að sambandinu en tóku þess í stað upp pólitískan skæruhernað fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um að framlengja lífdaga ESB-umsókn Samfylkingar.

ESB-sinnar urðu ótrúverðugir þegar þeir fóru að þjarka um tæknileg örlög ESB-umsóknarinnar og hafa núna eytt bráðum ári í það að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu sem ekki verður haldin. Á þessu ári hafa andstæðingar ESB-aðildar átt sviðið í efnislegri umræðu um Evrópusambandið.

Tvöfeldni ESB-sinna, sem ekki studdu þjóðaratkvæðagreiðslu sumarið 2009 áður en ESB-umsóknin var send til Brussel en krefjast þjóðaratkvæðis í dag, verður málstað þeirra að falli.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Núna er nýja tvöfeldnin kannski helst hjá Bjartri framtíð, sem eins og Samfylkingin er með nær nákvæmlega sömu fylgni (þeirra sem afstöðu tóku) við inngöngu í ESB, þ.e. rúm 78%. Ég efast um að 2/3 hluti Íslendinga geri sér grein fyrir þessu, þar sem fylgni við Bjarta framtíð er svo mikil, en hún kallar yfir okkur ESB- framtíð ásamt Samfylkingu, sem drýgsti hluti þjóðarinnar vill ekkert með hafa.

Ívar Pálsson, 3.2.2014 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband