Sunnudagur, 2. febrúar 2014
ESB-sinnar stunda neikvæð stjórnmál
Stjórnmál í lýðræðissamfélagi byggja á trausti og tiltrú milli almennings annars vegar og hins var stjórnvalda. Virkir þátttakendur í stjórnmálum, til dæmis stjórnmálamenn, pólitísk samtök og fjölmiðlar, standa frammi fyrir vali á hvaða nótum þeir stunda sín stjórnmál.
Einkenni stjórnmála ESB-sinna er neikvæðnin. Bæði almenn neikvæðni gagnvart íslensku samfélagi en líka sértæk neikvæðni sem beinist gegn fyrirkomulagi stjórnmálanna.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. bar það ekki undir þjóðina hvort hún vildi sækja um aðild að Evrópusambandinu. Alþingi samþykkti, með svikum þingmanna VG, að sækja um aðild að ESB 16. júlí 2009. Nýr meirihluti var kosinn til alþingis í vor og sá meirihluti er með skýrt umboð til að afturkalla ESB-umsóknina.
ESB-sinnar hafna lýðræðislegri niðurstöðu þingkosninga og krefjast þess að sérstök þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um ESB-umsókn Samfylkingar og svikulla þingmanna VG frá því fyrir fimm árum. Með málflutningi sínum reyna ESB-sinnar að grafa undan því trausti sem þarf að ríkja á milli almennings og stjórnvalda í lýðræðisríki.
Neikvæð stjórnmál ESB-sinna eru uppskrift að innanlandsófriði. Ábyrg stjórnvöld hljóta að sjá til þess að neikvæðu stjórnmálin ráði ekki ferðinni.
Athugasemdir
Páll skrifar: „Einkenni stjórnmála ESB-sinna er neikvæðnin."
En má ekki segja að einkenni „Tilfallandi athugasemda" sé einmitt neikvæðnin? Mig grunar að mörgum finnist það. En kannski er ég bara neikvæður :)
Wilhelm Emilsson, 2.2.2014 kl. 21:35
Þú lest eingöngu neikvæðu pistlana, Wilhelm, og dregur af þeim víðtækar ályktanir. Tilfallandi athugasemdir er flestar jákvæðar, þegar að er gáð.
Páll Vilhjálmsson, 2.2.2014 kl. 21:54
Hahaha. það er sem eg segi. Heimsýnarmenn eru gagnvísar. Allt sem þeir segja er gagnstætt því sem raunverulega er. Þeir eru ranghverfa raunveruleikans. Það er alveg ótrúlegt að heimssýn og þeirra afleggjar skuli geta skrifað svona mörg blogg og mikið efni - og allt á röngunni! Með ólíkindum að einhver vilji yfirhöfuð taka að sér svoleiðis vinnu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.2.2014 kl. 22:35
Hlærð!? Það má svo sem gera að gamni sínu Ómar. Finnst þér það lofsvert að formaður þingflokks VG.hvers stefnuskrá var ,,ekki í Esb,, svíki kjósendur sama dag og þeir hafa myndað stjórn með SF? (Það er líka saga um þvingaðar aðfarir SF.svo meirihluti næðist,svo tæpt var það.) Eitt gróft dæmi um neikvæðni gagnvart íslensku samfélagi og stjórnarskrá sem heimilar ekki erlend yfirráð í stjórn landsins.
Gamanefnið gæti þá fundist í frúnni í Hamborg!!!
Helga Kristjánsdóttir, 3.2.2014 kl. 00:59
Þetta tal um ,,svik vg" er pjúra dæmi um hverngi andstæðingar ESB snúa öllu á hvolf.
Það eina sem vg sagði var að halda skildi þjóðaratkvæði um aðildarsamning.
Sko, það að flokkur sem hefur umhverfisvernd að einu meginuppleggi væri andsnúinn ESB - það væri í meira lagi skrítið! Væri þá á móti einum helsta málsvara umhverfismála í heiminum!
Innan VG var fámennur hópur sem var og er alfarið á móti ESB og þá vegna þjóðrembingsfaktorsins. Fámennur en hávær. Þjóðrembingar eru yfirleitt háværir hvar sem þeir eru.
Um helmingur VG var fyrir nokkurum árum fylgjandi aðild og stór hluti af hinum helmingnum vildi kanna þann möguleika til þrautar.
Það er þannig sem þetta liggur.
Háværi minnihlutinn innan VG, þjóðrembingarnir, (sem sumir hverjir sáu í eina tíð paradís í Sovétríkjunum! Halló!) það eru þeir sem hafa stórskaðað VG vegna bjánamálflutnings og yfirgangssemi. Margir hafa horfið frá Vg vegna þeirra til Pírata sem eru mun opnari yfirleitt og ennfrmeur til BF og SF.
Framsókn er á seinni árum og ekki síst í nútímanum bara ákveðin útgáfa af Sjallaflokki. Kjósendur framsóknar skilgreina sig sem hægri-sinnaða.
Þetta er gjörbreyting á framsóknarfokki frá gömlu góðu dögunum. Þá var framsókn á miðju ig hallaðist til vinstri.
Píratar hafa í raun tekið við af gamla framsóknarflokknum. Kjósendur þeirra skilgreina sig mikið til á miðjunni og hallast til vinstri (þó vissulega séu líka hægrimenn þar innanborðs sem ætti að hreinsa flokkinn af, að mínu mati.)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.2.2014 kl. 01:17
Það eina sem vg sagði,,,,,,,,,og síðan þögðu þeir allir nema einn,þurftu ekki að segja nei eða já,bara ýta. Fræðandi hjá þér Ómar,en hvers vegna er Sjálfstæðisflokkurinn alltaf stærstur,hvað sem gengur á?
Helga Kristjánsdóttir, 3.2.2014 kl. 02:10
Það er sannarlega neikvætt að hunsa stöðugt skýran vilja þjóðarinnar. Nú síðast er enn ljóst að tveir þriðju hlutar hennar standa gegn inngöngu í ESB en þriðjungur fylgjandi. Hvað þarf að athuga og kjósa um? Þessi skoðun hefur legið fyrir í mörg ár, sama hvernig henni er þvælt.
Þetta neikvæða ESB- mál er lukkulega út af dagskrá svo að öll þjóðin geti endurheimt sjálfstraust sitt aftur, sem skert var illilega í niðurbrotsstjórninni miklu, Jóhönnu- og Steingrímsnaut.
Ívar Pálsson, 3.2.2014 kl. 07:41
Það er neikvæðni og forherðing að mikluminnihlutinn vilji þvinga fullveldisframsal og vilja sinn yfir okkur hin. Það er líka neikvæðni og forherðing af þeim að neita (talandi um NEI-sinna) enn að um fullveldisframsal yrði að ræða og kalla það bara áróður okkar hinna. Varla eru þau enn ólæs, eða hvað?
Elle_, 3.2.2014 kl. 11:50
Það er nefnilega málið að flestir INNLIMUNARSINNAR virðast enn vera ólæsir í það minnsta illa læsir..............
Jóhann Elíasson, 3.2.2014 kl. 13:48
Takk fyrir svarið, Páll. Eftir að ég byrjaði að blogga aftur á síðasta ári hef ég lesið langflestar greinar eftir þig sem birtast hér, bara svo að þú vitir það. Ég hef gaman af þeim þó ég sé mjög oft ósammála þeim.
Wilhelm Emilsson, 4.2.2014 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.