Samfylkingin og dauðinn eftir ESB-umsóknina

Helstu rökin fyrir ESB-aðild voru að Ísland væri ónýtt. Gjaldmiðillinn okkar væri ónýtur, eftirlitið með fjármálafyrirtækjum væri ónýtt, efnahagskerfið væri ónýtt, stjórnarskráin væri ónýt og gott ef ekki þjóðin sjálf væri ónýt.

Samfylkingin hélt á lofti sjónarmiðinu Ísland-er-ónýtt samtímis sem flokkurinn var í ríkisstjórn og reyndi að telja þjóðinni trú um að vel miðaði í endurreisninni. Mótsögnin þarna á milli æpti á almenning sem sneri baki við flokknum og skar fylgi hans niður úr tæpum 30 prósentum árið 2009 niður í 12,9 prósent árið 2013.

Í sögu vinstriflokka er ,,sekterismi" þekkt fyrirbrigði sem vísar til kreddutrúar á allsherjarlausn. Kreddutrú Samfylkingar er að aðild að Evrópusambandinu sé allra meina bót.

Reynslan eftir hrun sýnir að Ísland utan Evrópusambandsins býr við hagvöxt og lítið atvinnuleysi en ESB-ríkin sem lentu í kreppu eru ömurlega stödd, með himinhátt atvinnuleysi og engan hagvöxt.

Kreddutrú forystu Samfylkingar á Evrópusambandinu lokar fyrir öll pólitísk skilningarvit. Flokkurinn heldur áfram að eina pólitíska aflið sem boðar aðild að Evrópusambandinu.

Sitjandi ríkisstjórn mun afturkalla ESB-umsóknina formlega á næstu vikum. Þar með verður Samfylkingin kom í þá stöðu að berjast fyrir nýrri ESB-umsókn - þegar fyrir liggur að ESB-umsóknin 2009 til 2014 skilaði engu, hvorki fylgi til Samfylkingar né þjóðinni bættum lífskjörum.

Björt framtíð, sem var afleggjari úr Samfylkingunni, mælist með 30 prósent fylgi í höfuðborginni. Björt framtíð er valkostur fyrir jafnaðarmenn sem hafna kreddutrú forystu Samfylkingar á því að aðild að Evrópusambandinu skili Íslendingum inn í fyrirmyndarríkið.

 

 

 


mbl.is Næg tilefni til að slíta samstarfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband