Mánudagur, 27. janúar 2014
Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn náttröll
Styrkur Sjálfstæðisflokksins öll lýðveldisárin er að þeir ópólitísku kusu flokkinn; maður þurfti að hafa pólitíska afsökun að kjósa ekki móðurflokk íslenskra stjórnmála. Stærð Sjálfstæðisflokksins og víðtæk skírskotun, samanber slagorðið ,,stétt með stétt", var aðdráttarafl sem dró til sín miðjufylgið.
Hrunið breytti stöðu Sjálfstæðisflokksins. Í fyrstu kosningum eftir hrun steyptist flokkurinn af stalli, varð meðalflokkur í fylgi, með um 25 prósent atkvæða og þar er flokkurinn fastur. Leiðandi bakland flokksins, viðskiptajöfrar, féllu í ónáð eru margir núna á sakamannabekk.
Ung fólk er í gegnum tíðina líklegast til að láta til leiðast að kjósa þekkt vörumerki, þ.e. sá hluti sem ekki er pólitískur. Styrmir Gunnarsson, sem kann að lesa í pólitík, segir stórflótta ungs fólks frá Sjálfstæðisflokknum kalla á gagngera endurskoðun innan flokks á stöðu og horfum.
Ef dýfa Sjálfstæðisflokksins væri bundin við hrunið ætti það ekki lengur að gilda þegar bráðum sex ár eru liðin. Hrunið er ekki lengur afsökun.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.