Stalín og Hitler, samanburður

Fórnarlömb Stalíns og Hitlers eru talin í tugmilljónum og einræðisherrarnir eru þar með mestu fjöldamorðingjar sögunnar. Fjandvinirnir létu til sín taka á fyrri hluta síðustu aldar og dóu með fárra ára millibili um miðja öldina. Engum dytti í hug að reisa styttu af Hitler í Berlín en ráðgert er að Stalín fái styttu af sér í Moskvu.

Siðfræðingurinn Peter Singer veltir fyrir sér hvers vegna það sé til KGB-bar í New York og í sömu borg veitingastaður með sovét-þema en enginn Gestapó-bar og ekki heldur neinn veitingastaður í nasískum stíl.

Hluti skýringarinnar er að Hitler tapaði stríðinu en Stalín vann. Annar hluti er að í kommúnisma Stalíns er vísun í alþjóðlegan almannahag, þótt praktíkin væri önnur, en nasismi Hitlers var eingöngu ætlaður Aríum en öðrum ætluð önnur og verri vist.

Engu að síður finnst Singer óviðkunnanlegt að reisa sovétleiðtoganum minnismerki. Hægt er að taka undir það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Við skulum ekki gleyma hástökkvaranum í fjöldamorðum sem er auðvitað Maó, enda er hann í heimsmetabók Guinnes sem slíkur og hann „státar” af því að tala hans er margföld á við hina tvo.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.1.2014 kl. 22:02

2 identicon

Sæll Páll - sem og aðrir gestir þínir !

Páll !

Reyndar - voru Stalín og Hitler 1/2 drættingar á við þá : Móse - Abraham og Múhameð / séu illvirki þeirra sjálfra sem og forkastanleg hugmyndafræði þeirra reiknuð til dagsins í dag.

Þ.e.a.s. - Gyðingdómur og Múhameðstrú og allt það sem af hefir leitt / þeim bábiljum.

Svo - geta Stalín og Hitler verið nr. 2 eða 3 í röðinni mögulega - ágæti síðuhafi.

Með beztu kveðjum - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.1.2014 kl. 22:04

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ótrúlegt hvað þú getur ruglað, Óskar Helgi,

ef ekki heima, þá heiman.

Jón Valur Jensson, 25.1.2014 kl. 22:55

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Prófaði að reisa styttu af Leopold II í Kongó. Hann lét myrða fleiri þar en Hitler lét kála í Evrópu.

Ekki veit ég hvernig við yrði brugðist, þar sem þeir hugsa öðruvísi í myrku heimsálfunni.

Ég er ekki með á hreinu nákvæmlega hve margir féllu fyrir herjum Móse, Mumma eða Abrahams, en sem hlutfall af mannkyni þá var það örugglega að keppa, en sem heildar fjöldi, ekki svo mjög. Ég sé ekki ástæðu til að telja með það sem á eftir kom, enda mitt mat að menn beri ekki ábyrgð á mannskap sem þeir falla frá. Þriggja konungdæma bardagarnir voru líklega mannskæðari, allt saman talið.

Metið, miðað við höfðatölu, á Pol Pot. 1 af hverjum 5.

Ásgrímur Hartmannsson, 25.1.2014 kl. 23:42

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Helsti munurinn á Stalín og Hitler hvað snertir vestrænar lýðræðisþjóðir er sá, að þær töldu sig tilneydda að gera árið 1941 bandalag við Stalín gegn Hitler.

Þegar Winston Churchill var spurður að því 1941 hvernig það mætti verða að hann gerði bandalag við Stalín, jafnmikið og hann hefði hallmælt honum árum saman, svaraði Churchill því til að Hitler og nasisminn væru svo yfirgengilega mikil villimennska að ef hann þyrfti að gera bandalag við Djöfulinn sjálfan gegn Hitler, myndi hann áreiðanlega gera það og finna einhver vinsamleg orð til að segja um Kölska í Neðri málstofunni.

Ómar Ragnarsson, 26.1.2014 kl. 00:31

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Get bætt því við varðandi áfhrif af verkum morðhunda, að 1974, þegar þáverandi heimsmeistari í hnefaleikum, George Foreman, kom til Kongó/Zaír til að berjast við Muhammad Ali, hafði hann með sér hund af sama kyni og Belgarnir notuðu á nýlendutímanum. Á sömu stundu hafði Foreman tapað hinum sálræna hluta bardagans, því að heimamenn fylltust hatri á honum vegna hundsins og hrópuðu þúsundum saman í hnefaleikahöllinni: "Ali, boma ye! Ali boma ye!" sem þýðir: "Ali, dreptu hann!".

Ómar Ragnarsson, 26.1.2014 kl. 00:45

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óskar Helgi, þarftu ávallt að hafa rangt fyrir þér hvar sem þú skrifar ?

Það er álitið að fórnarlömb Maós hafi verið að minnsta kosti 49.000.000, jafnvel náð 78.000.000 manna.

Stalín er talinn bera ábyrgð á að lágmarki 20.000.000, jafnvel allt að 60.000.000 manna.

Hitler er talinn bera ábyrgð á 12.000.000, þar af ríflega 6.000.000 gyðinga.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.1.2014 kl. 01:29

8 identicon

Sælir - á ný !

Skæting Jóns Vals - þarf ég ekkert að svara neitt sérstaklega. Hann ÆTI Gamla Testamentið AF ÁFERGJU væri hann beðinn um það.

Predikarinn - Cacoethes scribendi !

Á upphafsárum síðu minnar (cirka 2007 - 2010) - gastu nú alveg átt það til að vera sammála mér um tiltekna hluti / öðru hvoru.

Síður - í seinni tíð og skaltu þá bara eiga það við þig sjálfan ágæti drengur.

Með sömu kveðjum og áður - þrátt fyrir augljós þyngsli Jóns Vals í minn garð /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.1.2014 kl. 02:05

9 Smámynd: Már Elíson

Trúarofstækið hefur drepið meira enn þetta allt saman...og gerir enn...alla daga ársins, í einhverju landi.

Það er hinn "heilagi" sannleikur...alveg sama hvað JVJ vill sífellt breiða yfir sannleikann.

Hann, (JVJ) er bara eins og hann er.

Már Elíson, 26.1.2014 kl. 02:51

10 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Már, kannski þú viljir styðja stóru orðin þín og vísa okkur fávísum á heimildir fyrir þessum fullyrðingum þínum?

Það virðast fáir í .þessum heimi vera ykkur Óskari sammála.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.1.2014 kl. 02:56

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er í raun villandi að segja að Nasistarnirhafi litið á Aría sem fyrsta flokk en aðra skör neðar. Réttara ognákvæmara er að segja að nasiminn leit á ,,norræna stofninn" eða ,,germanska stofninn" sem æðstan. Aðrir væru blandaðir og þ.a.l. skemmdir. Trúin var að ,,norræni stofninn" hefði eiginleika sem bæri af öllum öðrum. Hugmyndafræðin eða propagandað var að ,,norræna stofninum" væri ætlað sögulega að ríkja yfir jörðinni og það væri skylda germana að sinna því sögulega hlutverki.

Þetta er náttúrulega ógnvekjandi. Sérstaklega ef haft er í huga hve mikilli útbreiðslu og hve miklum vinsældum kenningin eða própagandað náði.

Nasisminn leit á slava sem ,,hálfmenni" (Untermensch) sem væru gerðir til að vera þrælar ,,norræna stofnsins".

Þetta er allt hið óhugnalegasta.

Í þessu ljósi verður að hafa í huga innrás nasista austur og inní Rússland/Sovétin.

Hernaðartækni nasista sem gerði þá svo sigursæla í fyrstu var ,,Leifturstríð". Í mjög stuttu máli, að fara með hertæki og menn á sem fljótastan hátt yfir svæði og koma á óvart og slá niður alla mótspyrnu á fyrstu stigum. Gefa ekki færi á vörnum.

Þannig fóru þeir líka inní rússland og yfir ógnarstórt svæði og þeir töldu að Leifturstríðsstrategían mundi duga jafnvel þar og annarsstaðar. Rússar mundu gefast upp.

Varnarplanlan Sovétmanna var ógnvænlega harðneskjulegt - en sennilega eina raunhæfa planið. Planið var að færa gríðarlegar fórnir og draga þar með máttarbroddinn úr Leiftursóknsstrategíu nasista af ískaldri þolinmæði.

Fórnirnar sem Sovétmenn færðu voru svo gígantískar að orð geta varla lýst því.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.1.2014 kl. 03:06

12 identicon

Sælir - sem áður !

Már Elíson, !

Þakka þér fyrir stuðninginn - sem og verðuga ofanígjöfina til handa Jóni Val Jenssyni.

Veit - að þú munt taka fyrir upphlaup Predikarans góðkunna / við hentugleika en mér finnst sjálfum rétt og skylt að minna Predikara á að óvíða hefir tíðkast - og TÍÐKAST ENN viðlíka óhugnaður þar sem ósýnilegu gerfi- Guðirnir Jehóvah og Allih eru tignaðir.

Hvílíkur ömurleiki - Eingyðishyggjan í Mið- Austurlöndum piltar og nágrenni þeirra !

Eitt sinn - benti ég Jóni Val á / að Kóreuskaginn (Norðan sem Sunnan = gamla Konungsríkið Kórea) gæti fullt eins talist Heilagt land ekki síður en það sem Filistea (Palest ína) og Ísrael stæðu á í dag.

Ég veit ekki - hvert JVJ ætlaði að komast í vandlætingu og uppskrúfuðum rosta gagnvart þerri ábendingu minni ágætu drengir.

Betur vitringum - sem Jóni Val er hyggilegast að halda í tiltölulega hóflegri fjarlægð þegar mál eru rædd - sem heyra ekkert endilega undir kerskni eða einhvers lags gamanmál svo sem !!!

Sömu kveðjur - og seinustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.1.2014 kl. 03:16

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hver heldurðu að nenni að svara svona bulli, ÓHH !

Jón Valur Jensson, 26.1.2014 kl. 04:08

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

PS. Heldurðu, Mási, að hún amma þín verði stolt af stráknum sínum þegar hún flettir upp í blogginu hans Palla fyrir messuna í fyrramálið?

Jón Valur Jensson, 26.1.2014 kl. 05:01

15 Smámynd: Már Elíson

Það væri nú líklegt að amma mín heitin (önnur...eða báðar - d.1976 og hin fyrr)

færi að blogga.....En með réttri tilsögn þá myndi ég ákkúrat vera maðurinn til að fletta ofan af lyginni í "markaðsbókinni" og benda henni / þeim á, í dag, að tímarnir væru breyttir, og nú mætti segja sannleikann.

En áróðursmeistari Hitlers heitins, guðsmannsins, sagði á þá leið að.."lyginni skal hampað þar til hún verður sannleikur..."...og þú gengur þinn veg í því.

Óskar Helgi Helgason nennir að svara þér þó hann viti að sannleikurinn nái ekki inn í yfirfylltan hausinn á þér af bókstafsfullu bulli og innrættri lygi.

Láttu frelsast og komdu til okkar sem kunnum að lesa á milli línanna. Það er engin skömm, JVJ, að sjá að sér.

Már Elíson, 26.1.2014 kl. 09:43

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Blablabla, þvilíkt !

Jón Valur Jensson, 26.1.2014 kl. 10:35

17 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

ÓHH og Már eru annað hvort svo illa að sér í stærðfræði að samlagning á illa við þá eða þá að þeir eru svona ófróðir að þeir viti ekki betur.

ÓHH hefur því miður sýnt af sér slík skrif um kristni að hann lætur sannleikann ekkert þvælast fyrir sér frekar en fjölmælandi Hildiríðarsynir og greinilegt er að Már sýnir alla þá sömu óþokkatakta í skrifum sínum sem þarf til að standast inntökuprófið í þann illa þokkaða flokk.

Þá þekkja þeir augljóslega lítt til kenninga og fræðslu Frelsarans og boðskapar þess þess Hann kenndi úr Ritningunni og lagði að mönnum að halda - þar á meðal Boðorðin 10, sem þeir mættu gjarnan taka sér til fyrirmyndar og haga lífi sínu og skrifum eftir þeim.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.1.2014 kl. 12:28

18 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nánari útfærsla "blitzkrieg"var sirka þessi:  Vélaherdeildir, studdar samræmdum árásum árásárflugvéla, óðu áfram og sundruðu fótgönguliðsfylkingum Rússa, fóru framhjá þeim helstu og framhjá sterkustu vígjunum, þannig að herförin fólst í margföldum "tangarsóknum" eða "innilokunum", (double envelopement) sem áttu frummódel í órrustunni við Cannae milli Hannibals og Terreníusar.

Einstakaðar innilokaðar fylkingar Rússa voru einfaldlega sveltar og leystust upp í ringulreið og vonleysi, fengu ekki nauðsynleg skotfæri og vistir og þýsku fótgönguliðssveitirnar upprættu þær í rólegheitum.    

Ómar Ragnarsson, 26.1.2014 kl. 13:11

19 identicon

Komið þið sælir - á ný !

Jón Valur Jensson !

Þú ert búinn að afhjúpa þig endanlega - sem TRÚAROFSTÆKIS MANN af 1° maður.

Lokar á athugasemd Más - á einni þinna síðna þar sem hann sagði þér rækilega til syndanna / en ERT SVO EKKI MAÐUR til að svara honum á skynsamlegan máta - hvílíkur heiguls háttur af þinni hálfu - sem ég reiknaði nú ekki með þó von gæti verið á í óboðlegri trúar upphitun þinni.

Notfærir þér svo - ótakmarkað ritfrelsið hér hjá Páli sem og víðkunna kurteisi hans til aðgengis í athugasemda kerfinu til þess að hamast með vindhöggum gegn okkur þeim sem ÞORUM að andæfa þínum forneskjulegu kreddum.

Á daginn er komið - að þú ert með ALLRA MESTU LÍTILMENNUM hér á Mbl. vefnum til orðræðna af nokkru tagi Jón Valur !

Predikari !

Þú mættir nú alveg - fara að slaka á hugmyndfræðilegri taug þinni og samsvörunun / til hins lítilmótlega málflutnings JVJ viljir þú ekki falla í sömu gryfjuna - og hann er í.

Már Elíson !

Sem fyrr - þakka ég þér fyrir órofa málafylgjuna við þær STAÐREYNDIR sem JVJ og ýmsir ''vina'' hans kjósa að sópa undir teppi sín.

Gefum þessum ''snillingum'' ekki ferþumlung eftir Már minn.

Með sömu kveðjum og áður - afar takmörkuðum / nánast ÖNGVUM til Jóns Vals Jenssonar og fylgihnattar hans Predikarans - Cacoethes scribendi - aftur á móti /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.1.2014 kl. 13:49

20 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ómar Ragnarsson, Nákvæmlega. Eg er nýbúinn að lesa um innrás þjóðverja og framvindu stríðsins í austurvegi frá ýmsum heilmildum - og málið er að þetta stríð var svo ógnvænlega hrikalegt - að orð fá varla lýst því.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.1.2014 kl. 14:36

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Illa launarðu vörn mína fyrir þig ungan með þessu, Óskar Helgi Helgason.

Hafirðu séð innleggið, sem ég svæfði (það fyrsta og eina, sem fjarlægt hefur verið af jvj.bloggi mínu), áttu að vita, að það var yfirgengilegt í ófyrirleitni sinni og níðsku orðfæri. Ég man ekki eftir neinu jafn slæmu hér á síðu Páls, til dæmis.

Jón Valur Jensson, 26.1.2014 kl. 14:50

22 Smámynd: Már Elíson

Mér er nú nokk sama þó þessi illa innrætti JVJ loki á mig, þar kemur hann illa upp um sig, að þora ekki svarað fyrir sig og hver hann er.

Ég þarf ekkert endilega að eiga orðastað við svona menn, þekki þennan flokk og nauðvörnin er að loka á eðlileg samskipti. Þvílík gunga og sértrúarsinni OJ bara...

Hann JVJ þoldi t.d. ekki að ég segði honum frá Sigríði Guða söngkonu sem hrökklaðist úr Krossinum (afhverju.?), söfnuði Gunnars (og JVJ..?)

Hvað um það, hér er ágæt frétt í Mbl í dag (fyrir þennan flokk manna, og svo alla hina :)

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/01/26/trubodar_kynda_undir_ofsoknir/

Þetta hlýtur að vera allt rétt, fyrst að prestursegir það, ekki satt ?

Már Elíson, 26.1.2014 kl. 15:48

23 identicon

Komið þið sælir - enn !

Jón Valur !

Það er bara þannig - með mig og hreinskilni mína að ykkur Fornaldarhyggjumönnum ''glæstra tíma'' skræðna eins og Gamla Testamentis og viðlíka óhugnaðar kann að svíða bitur sannleikurinn.

Móse - Abraham og Múhameð voru meðal mestu óþverra á sínum tíma / vitaskuld hafa ýmsir eins og : Stalín / Hitler / Maó og Pol Pot fylgt í kjölfarið svo sem.

Alveg get ég viðurkennt - að mér sárnaði svolítið út í þá frændur mína : Húlagú Khan og Möngkhe Khan bróður hans á 13. öldinni - eftir stórkostlega yfirtöku Húlagús á Baghdad árið 1258 og sigra Möngkhes í núverandi Sýrlandi og nágrenni að þeir skyldu ekki RYÐJA Arabíuskagann / og REKA Arabana og Gyðingana yfir til Afríku þar sem þróttmiklar og dugandi Svartar þjóðir þeirrar álfu hefðu getað komið Semítunum til nokkurrar vizku og þroska - með tíð og tíma.

Jehóvah og Allih - eru einhverjir SKELFILEGUSTU gripir sem átrúnað hafa hlotið / hins hrekklausasta fólks í gegnum tíðina Jón Valur.

Varla - reynir þú að bera á móti því.

Skurðgoðin - Aglibol - Baalshamín og Malakchbel til dæmis virtust mjög þekkilegri til átrúnaðar / eða eftir myndum af þeim ágætu Guðum að dæma.

Með svipuðum kveðjum - og þeim seinustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.1.2014 kl. 15:56

24 identicon

Brýnt og þarft - innlegg þitt Már (kl. 15:48).

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.1.2014 kl. 15:57

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Í aths. minni hér á undan var ég ekki að vísa til innleggs Más á aðalbloggi mínu í morgun, heldur annars og langtum ljótara, á jvj.bloggi mínu. Óviðeigandi þótt mér reyndar innlegg hans um Sigríði, og teldi ég hann jafnvel fara kvennavillt og hafði engan áhuga á hálf-niðrandi tali hans sem tengdist trú viðkomandi, en hitt nægði til frákasts, að hann braut þessa skilmála vefsíðunnar: "Athss. fjalli um mál vefsíðu. "

Hjal ÓHH um Guð og gerviguði er ekki svaravert, en dæmigert fyrir afvegaleiðslu hans, ef hann er farinn að bera í bætifláka fyrir sendiboða Baals, þess "guðs" sem krafðist mannfórna og mörgum börnum var fórnað til, svo sem hér er lýst:

Jón Valur Jensson, 26.1.2014 kl. 16:19

26 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Já undarlegt er hve fáfræði ÓHH er mikil um trúarbrögð miðað við hve mikið hann fjallar um þau eins og þar fari maður með yfirgripsmikla þekkingu, og virðast margir telja hann alltumvitandi.

Sjáið til dæmis hvað hann hampar Baal- sá „guð” er alræmdur fyrir að krefjast fórnar hvítvoðunga eins og myndin sem Jón Valur setti inn. Það skelfilega er að málmhendur skurðgoðsins voru kyntar með eldi þar til þær voru rauðglóandi og þá var hvítvoðungurinn lagður lifandi í framrétta lófa þessa „guðs” sem hugnast alvitrum Hildiríðarsyninum Óskari Helga! Þarna voru hvítvoungarnir lagðir lifandi í lófana eins og þegar við setjum hamborgarana á glóandi grillið til steikingar !

Þurfa menn eitthvað frekar vitnanna við um „alvisku” ÓHH ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.1.2014 kl. 18:57

27 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.1.2014 kl. 18:58

28 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

:

:

Já undarlegt er hve fáfræði ÓHH er mikil um trúarbrögð miðað við hve mikið hann fjallar um þau eins og þar fari maður með yfirgripsmikla þekkingu, og virðast margir telja hann alltumvitandi.

Sjáið til dæmis hvað hann hampar Baal- sá „guð” er alræmdur fyrir að krefjast fórnar hvítvoðunga eins og myndin sem Jón Valur setti inn. Það skelfilega er að málmhendur skurðgoðsins voru kyntar með eldi þar til þær voru rauðglóandi og þá var hvítvoðungurinn lagður lifandi í framrétta lófa þessa „guðs” sem hugnast alvitrum Hildiríðarsyninum Óskari Helga! Þarna voru hvítvoungarnir lagðir lifandi í lófana eins og þegar við setjum hamborgarana á glóandi grillið til steikingar !

Þurfa menn eitthvað frekar vitnanna við um „alvisku” ÓHH ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.1.2014 kl. 18:59

29 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir fyrir þessa upplýsandi viðbót, predikari.  

En Óskar fær þessa vísu:

   

Undir þótt ég uggum velgi

þér, Óskar Helgi,

alla samúð áttu mína

með ótrú þína.

Jón Valur Jensson, 26.1.2014 kl. 19:44

30 identicon

Komið þið sælir - enn og aftur !

Jón Valur !

Mátti til - að LEIÐRÉTTA þína ambögu / aðeins.

Baal Mólochs frændi - var reyndar ALLT ANNAR Guð / en Baalshamin ''Herra Himnanna'' eins og hann var nefndur af sínum fylgjurum.

Jafnvel - ykkur Guðfræðingunum getur orðið á / og skal ég sem óbreyttur leikmaður í þessum fræðum alveg horfa yfir þessi mistök þín - að svo komnu.

Predikari - Cacoethes scribendi !

Þú mættir nú alveg - fara að rifa þín segl og viðurkenna þau sannindi Sókratesar heitins sem hann viðhafði um sjálfan sig misminni mig ekki - eitthvert sinnið / ''að því meira sem hann læsi - því betur gerði hann sér grein fyrir sínum vizku takmörkunum''

Gætir þú Predikari - tileinkað þér lítillæti og hógværð Sókratesar heitins án þess að geypa um einhverja OFURVIZKU þína - umfram mig og aðra Predikari góður ?

Svo er eftirtektarvert - hversu Predikarinn lepur upp umsagnir Jóns Vals - og gleypir hráar / án nokkurra fyrir vara !

Og - hvergi hefi ég látið uppi neina sérstaka alvizku mína Predikari - svo fram komi.

Sömu kveðjur - sem seinustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.1.2014 kl. 19:47

31 Smámynd: Jón Valur Jensson

Orti reyndar þessa líka í dag:

   

Már þótt oft hér út sig belgi

     og Óskar Helgi,

lítt þeir kunnu' að dæma dóma

     með dáð og sóma.

  

Jón Valur Jensson, 26.1.2014 kl. 19:48

32 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

ÓHH hefur slegið um með ósönnum sleggjudómum um kristni um árabil og ekki í eitt skipti þar af getað stutt sleggjudóma og upphrópanir sínar með rökum og/eða vísan í vottuð skjöl eður heimildir sem standast almenna lágmarksskoðun. Það kemur ekki á óvart lengur enda alkunnur háttur þeirra er fylla flokk Hildiríðasona - sem ÓHH skipar hreykinn að því er virðist.

Staðið skal við orð um „alvisku” ÓHH áður þar sem hann staðfesti það ágætlega með nýjasta innleggi sínu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.1.2014 kl. 20:16

33 identicon

Sælir - enn !

Predikari - sem eftir ÖLL þessi ár þorir ekki ENN að koma fram undir fullu nafni / þó ekki væri NEMA STÖKU SINNUM !

Ertu lesblindur ?

Meira að segja - Kettirnir mínir virðast skilja mig betur.

Sömu kveðjur - og seinustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.1.2014 kl. 20:41

34 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég má til að skella hérna inn lista sem ég þekkti fyrir en Jón Valur birti á einu blogginu sínu :

Frægir vísindamenn sem allir trúðu staðfastlega á Guð

Nicholas Copernicus (1473-1543)

Sir Francis Bacon (1561-1627)

Johannes Kepler (1571-1630)

Galileo Galilei (1564-1642)

Isaac Newton (1642-1727)

Robert Boyle (1791-1867)

Michael Faraday (1791-1867)

Gregor Mendel (1822-1884)

William Thomson Kelvin (1824-1907)

Max Planck (1858-1947)

Albert Einstein (1879-1955)

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.1.2014 kl. 21:36

35 identicon

Sælir - aftur !

Predikari !

Áhugaverður - listinn ykkar Jóns Vals / bíð bara eftir samantekt ykkar félaga - á sambærilega listanum yfir þá frægu vísindamenn sem trúðu / og trúa á GUÐINA (í fleirtölu) Predikari.

Man eftir óljóst - án þess að fletta Gogglara vél (Google) eða Wíkipedíu að Pápízku Hundingjunum suður í Róm hafi næstum því tekist að koma Galilei (1564 - 1642) á BÁLIÐ eða var það ekki svo - Predikari ?

Sömu kveðjur - og seinustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.1.2014 kl. 21:48

36 Smámynd: Jón Valur Jensson

Óskar minn Helgi, lestu vísindasöguna hans dr. Þorsteins Vilhjálmssonar prófessors, frænda míns af Árnesingakyni, þar geturðu skoðað þessi mál öll um Galileo og losnað við ýmsar grillur í leiðinni, t.d. um hina meintu "flatjarðarkenningu" sem kaþólska kirkjan aðhylltist raunar aldrei.

Jón Valur Jensson, 26.1.2014 kl. 22:27

37 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óskari væri hollt að lesa elstu bók Biblíunnar um „þjón mnn Job” því þar getur hann fræðst um hversu flata jörðina Guð segir hana vera ;)

Óskar gæti orðið nokkuð hissaður eins og einhver unglingurinn sagði !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.1.2014 kl. 22:34

38 identicon

Sælir - enn !

Jón Valur !

Því miður - gæti ég ekki fest hugann við / annarrs merka bók frænda þíns Þorsteins þó vildi þar sem þunnskeljaður kollur minn er ENNÞÁ uppfullur af gömlum freðfiskjar birgðanúmerum Sölumiðstöðvar Hraðfrysihúsanna (frá árunum 1983 - 1991) auk ýmissa verkfæra nr. frá Kaupfélagi Árnesinga og annarra / síðar.

Því - styðst ég mest við upprifjanir ýmsar frá bóklestrar árunum 1974 - 1978 eða....... þar til ég var næstum búinn að ''lesa yfir mig'' hugtak:: sem þú hefir vafalaust heyrt af Jón Valur.

Þakka þér fyrir ábendinguna - öngvu að síður /

Sömu kveðjur og áður - ögn hógværari til þeirra Jóns Vals og Predikara - þetta sinnið að minnsta kosti /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.1.2014 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband