Bakland ríkisstjórnar algerlega á mót ESB-aðild

Nær enginn stuðningur er við aðild að Evrópusambandinu meðal stuðningsliðs ríkisstjórnarinnar. Af þeim sem tóku afstöðu í könnun MMR og studdu ríkisstjórnina voru 13,1% hlynnt því að Ísland gangi í ESB Jafnvel stuðningslið stjórnarandstöðunnar gat rétt munstrað  52,0% stuðning við ESB-aðild.

Aðeins 9,2% þeirra sem styðja Framsóknarflokkinn vilja ESB-aðild og 11,8% þeirra sem styðja Sjálfsstæðisflokkinn eru fylgjandi aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Helmingur þjóðarinnar er andvígur aðild en þriðjungur, 32,3%, er hlynntur. Tæpur fimmtungur er hvorki né.

Málatilbúnaður ESB-sinna, um að víðtækur stuðningur sé við ESB-aðild í ríkisstjórnarflokkunum, er kveðinn í kútinn með þessari könnun.


mbl.is Fleiri hlynntir inngöngu í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég hef aldrei verið spurð í þessum fjölmörgu könnunum, frekar en fjölmargir aðrir.

Ég er þá ekki þjóðin. Enda hef ég ekki næga samvinnu-vel-gefni til að vera spurð. Það eru ekki ný sannindi fyrir mig. Sama á við um mjög marga aðra hér á landi, sem ekki hafa haft sérfræði-hámenningar-metinn atkvæðisrétt, upp í gegnum árin og áratugina.

Þá vitum við réttindalausu og skítugu börn Íslands það. Bara gott að vita hvar maður stendur réttarfarslega á Íslandi í dag. Það er sem betur fer ekki ennþá búið að banna verðlausu verkafólki að fara frá siðmenningunni á Íslandi.

Ekki getur maður farið til fátæku ríkjanna í ESB, því þau ríki eru svo illa stödd að þau hafa meir en nóg með að borga aðildar-gjaldið að pakkanum há-metna og siðmenntunar-fræga.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.1.2014 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband