Miðvikudagur, 22. janúar 2014
Menntarugl í ráðuneyti
Siðferðismælikvarðar sem menntamálaráðuneytði krefst að skólar leggi á nemendur sína er ekki tilviljun heldur afrakstur af forheimskandi forræðishyggju sem grafið hefur um sig í ráðuneytinu um árabil.
Sígildar hugmyndir um menntun eru látnar víkja fyrir tískuhugmyndum úr kynjafræði og lítt ígrunduðum áhyggjum af loftbólum eins og samfélagsmiðlum.
Þjóðmenningunni er úthýst úr skólum enda hafa síðustu menntamálaráðherrar lítt hirt um að rækta garðinn hér heima.
Ruglið um að skólar leggi siðferðislegt mat á nemendur sýnir hversu langt menntamálaráðuneytið er komið frá menntun og menningu yfir í sósíalíska forræðishyggju.
Athugasemdir
Það a að stoppa þetta rugl strax. Koma í veg fyrir að þessi námskrá taki gildi og smíða í snarheitum nýja vitræna namskra sem kemur börnum til manns.
Ragnhildur Kolka, 22.1.2014 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.