Miðvikudagur, 22. janúar 2014
27 milljónir atvinnulausir í Evrópusambandinu
Ísland er vin í eyðimörk atvinnuleysis og eymdar í Evrópusambandinu og hingað leitar fólk í leit að betri lífskjörum. Samkvæmt nýrri skýrslu ESB eru 27 milljónir íbúa sambandsins atvinnulausir. Og það sem meira er þá fjölgar þeim sem eru með vinnu en teljast samt fátækir.
Ástæðan er sú að illa launuð hlutastörf eru algengari eftir kreppuna 2008 en áður. Þegar atvinnuleysi er jafn gríðarlega mikið og raun ber vitni fjölgar láglaunastörfum en hálaunastörfum fækkar.
Hópurinn ,,fátækir þrátt fyrir vinnu" stækkaði jafnvel í þeim löndum ESB þar sem atvinnuástand hefur verið með skárra móti, t.d. í Þýskalandi. Fátækt miðast við laun sem eru lægri en 60 prósent af meðallaunum.
Langtímaatvinnuleysi er tvöfalt meira í dag en fyrir kreppu 2008. Undir skilgreininguna fall þeir sem eru lengur en eitt ár án atvinnu.
Skýrslan segir jafnframt að konur í ESB-ríkjum búi við lægri laun en karlar og að möguleikar kvenna á starfsframa verri en karla.
Pólverjum fjölgaði um 790 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.