Hrun ESB hefst á Íslandi

Ísland er stórpólitískri hringiðu Evrópu þar sem yfirvofandi hrun ESB blasir við öllu sem vilja sjá. Á Evrópuþinginu er vitnað um að smáríki eins og Ísland standa undir meiri hagsæld en stærri ríki, að ekki sé talað um ríkjabandalög.

Tvíhliða samstarf þýskra og íslenskra stjórnvalda á sviði matvælaöryggis vísar veginn í auknu beinu samstarfi þjóða á milli - án aðkomu ríkjasambanda. Það er talandi dæmi að tvíhliða samstarfið leysir af hólmi aðlögunarverkefni inn í Evrópusambandið sem var blásið af þegar útséð var um umsókn Samfylkingar.

Þjóðríki Evrópu horfa til Íslands í leit að fyrirmyndum að samstarfi núna þegar ljóst er að Evrópusambandið er á leiðinni á ruslahauga sögunnar.


mbl.is Vilja auka matvælaöryggi á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Evrópusambandið er haftabandalag.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.1.2014 kl. 19:23

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það sem er á leiðinni á ruslahauga sögunnar er málflutningur eins og sá sem þú Páll Vilhjálmsson ert með hérna um Evrópusambandið.

Það mun hinsvegar enginn horfa til Íslands í leit að fyrirmyndum. Vegna þess að á Íslandi er enga fyrirmynd að finna. Eingöngu viðvörun um hvernig á ekki að gera hlutina.

Jón Frímann Jónsson, 21.1.2014 kl. 19:28

3 Smámynd: Elle_

Haftabandalag og valdabandalag. Fallandi ruslhaugabandalag.

Elle_, 21.1.2014 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband