Laugardagur, 18. janúar 2014
Menntamálaráðuneytið er vöggustofa ríkisins
Í menntamálaráðuneytinu ríkir hugmyndafræði vöggustofunnar sem gerir ráð fyrir að fólk verði aldrei sjálfráða heldur eigi ríkið að leiða einstaklinginn frá vöggu til grafar. Dæmi um vöggustofuhugsun er viðleiti til að láta kennara meta siðvitund nemenda og hversu þeir eru tilbúnir að bera ábyrgð á eigin velferð.
Annað dæmi um forræðishyggju menntamálaráðuneytisins er að þar á bæ ætla menn sér að ákveða hvort framhaldsskólanemar taki þrjú, fjögur eða fimm ár að ljúka stúdentsprófi.
Undarlegast er þó að það er ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem keyrir áfram hugmyndafræði vöggustofunnar um að einstaklingurinn skuli ekki bera ábyrgð á sjálfum sér heldur skuli það vera ríkisvaldið.
Athugasemdir
Í blaði í dag harðneitar menntamálaráðherra því að hugmyndir um siðferðismat á nemendum komist í framkvæmd á meðan hann er ráðherra. Það er vel því að það er aðeins stigsmunur en ekki eðlismunur á því að innleiða þetta hér og á því sem tíðkaðist í kommúnistaríkjunum sálugu varðandi það að lýsa yfir hlýðni við "siðferðiskröfur" sem þar voru gerðar.
Ómar Ragnarsson, 18.1.2014 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.