Félagssálfræði verðbólgu á Íslandi

Í hagfræði er kennt að verðbólga byggir á væntingum (og verðhjöðnun raunar líka). Ef litið er til verðbólgu á Íslandi verður að nota óhefðbundnari skýringar á verðbólgu en fást klassískri hagfræði.

Fyrir áramót voru gerðir almennir kjarasamningar sem nánast girtu fyrir verðbólguhvata á vinnumarkaði. Úti í heimi er verðhjöðnun og gengi krónunnar verður æ sterkara. Ergó: engar væntingar um hækkanir.

Samt sem áður ætluðu stærstu fyrirtækjasamsteypur landsins að hækka vöruverðið. Hver vegna? Jú, fyrirtækin eru svo vön að stela úr samskotabauk þjóðarinnar að þau héldu að það væri í lagi enn og aftur.

Eina leiðin til að kenna fyrirtækjum samfélagslega ábyrgð er að kaghýða þau opinberlega. Félagssálfræði verðbólgunnar á Íslandi lætur ekki að sér hæða.


mbl.is Bónus lækkar verð á matvöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er lagið, Páll, orð að sönnu hjá þér. Það er kominn tími til að taka upp árangursríkari vinnubrögð í þessu efni og hætta því að láta sinnuleysi ráða för.

Ómar Ragnarsson, 9.1.2014 kl. 23:21

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll, var að blogga um þetta áðan.

http://gmaria.blog.is/blog/gmaria/entry/1344986/

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.1.2014 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband