ESB og lýðræði eru andstæður

Til að bjarga hagkerfi Evrópusambandsins og evrunni verður að smíða stór-evrópskt ríkisvald utan um sambandið, sem nú telur 28 þjóðríki. Og það verður ekki gert með þátttöku 500 milljóna íbúa Evrópusambandsins enda kunna þeir ekki að tala sama, hvorki um stjórnmál né annað.

Í Evrópusambandinu eru töluð 24 tungumál. Ógerlegt er að búa til sam-evrópskan stjórnmálavettvang úr þessum tungumálahrærigraut. Almenningur er þess vegna útilokaður frá því að taka þátt í samrunaþróun Evrópusambandsins.

Almenningur í Evrópu sýnir Evrópusambandinu fálæti. Völdin í ESB eru fyrst og fremst hjá embættismannaelítu í Brussel en Evrópuþingið er meira til skrauts, þótt reynt sé að auka virðingu þess. Kosningaþátttaka til Evrópuþingsins hefur á 30 árum fallið úr 61% í 43%.

Elítan í Brussel mun freista þess að setja saman Stór-Evrópu en almenningur tekur ekki þátt. Stór-Evrópska verkefnið skortir lýðræðislegt lögmæti og getur aðeins heppnast ef lýðræðið er lagt til hliðar.


mbl.is Byggð verði upp Bandaríki Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband