Vinstrimenn hafna þjóðarsamstöðu

Forsetinn hvatti til þjóðarsamstöðu í nýársávarpi. Vinstrimenn, eins og þeir birtast í bloggi, fjölmiðlum og feisbúkk hafna samstöðu í stórmálum þjóðarinnar. Reiða-útvarp-vinstrimanna, RÚV, gefur tóninn og dregur upp á dekk vinstrisagnfræðing styrktum af ESB sem segir þjóðarsamstöðu goðsögn.

Á fésbókarsíðu Stefáns Pálssonar var umræða um nýársávarpið undir þeim formerkjum að Ísland yrði uppskipunarhöfn. Vinstriljós eins og Stefán Benediktsson, Gísli Tryggvason og fleiri ræddu hvort Ísland líkist meira Panama (vegna skipaskurðarins) eða Egyptalandi (Súez-skurðurinn). Gáfaðasti vinstrimaðurinn af þeim öllum, Vilhjálmur Þorsteinsson, batt enda á samræðurnar með því að fullyrða að Ísland væri ekki í siglingaleið úr norðri og því mætti blása umræðuna af - líkt og fundinn á síðasta ári þar sem Vilhjálmur ætlaði að fjalla um Icesave-dóminn undir þeim formerkjum að Ísland hefði tapað dómsmálinu.

Á blogginu er Egill Helgason iðinn við að grafa undan boðskap forsetans, ekki með  einni færslu heldur tveim.

Aðrir vinstrimenn höggva í sama knérunn og gefa lítið fyrir boðskap forsetans um sátt um utanríkisstefnu sem miðast við hnattstöðu Íslands.

Árið 2013 var vinstrimönnum erfitt enda hafnaði þjóðin hvorttveggja ríkisstjórn þeirra og helsta stefnumáli ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. - að Ísland skyldi verða hjálenda Evrópusambandsins.

Árið 2014 stefnir í að verða vinstrimönnum enn erfiðara þar sem fyrirmyndarríkið í austri Evrópusambandið verður bæði fyrir efnahagslegum áföllum og pólitískum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Páll - sem jafnan og aðrir gestir þínir !

RANGT - af þinni hálfu Páll minn.

Við Hægri menn / að minnsta kosti erum við Falangistar (fylgjendur Francós heitins Ríkismarskálks á Spáni - og þeirra Gemayel feðga í Líbanon)búnir að sjá í hendi okkar að Ó.R. Grímsson kann vel að notfæra sér vinda blástur hvers tíma og öngvan veginn má skilja dekur hans við Kögunar afsprengið S.D. Gunnlaugsson og aðra honum ámóta á aðra vegu en þá að hann hljóti að njóta einhverra sporzlna úr handar jaðri Loforðaflokksins (''Framsóknarflokksins'').

Þess utan - er Ólafur Ragnar gjörsamlega blindur fyrir stöðu mála í landinu með þessu þvaðri sínu um ''samstöðuna'' sem engin getur orðið á meðan glæpa spírurnar sem komu hér öllu til fjandans Haustið 2008 ganga ENNÞÁ lausar Páll minn.

Með kveðjum öngvu að síður - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.1.2014 kl. 16:09

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk, Páll, fyrir að benda á þessar greinar eftir Egil. Er nokkuð að því að hann tjái sig um boðskap forsetans?

Wilhelm Emilsson, 3.1.2014 kl. 04:17

3 Smámynd: Guðmundur Ingólfsson

Vistrimenn hafna samstöðu um að bæta eingöngu vel á alstæktarborð auðmannanna á meðan skorið er niður hjá lítilmagnanum

Guðmundur Ingólfsson, 3.1.2014 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband