Miðvikudagur, 1. janúar 2014
Samstaða um Norðurslóðir - ESB umsókn í ruslið
Norðurslóðapólitík er eina raunhæfa utanríkisstefna Íslands, einfaldlega vegna þess að norðurslóðir eru okkar heimasvæði og þar liggja hagsmunir okkar sem strandríkis. Evrópusambandið er félagsskapur meginlandsþjóða sem kemur okkur mest lítið við.
Nýársávarp forseta Íslands undirstrikar flekaskilin sem urðu þegar þjóðin hafnaði ESB-umsókn Samfylkingar og kaus flokka sem telja hagsmuni Íslands aðra en að verða hjálenda sambandsins.
Áhersla forseta á samstarfið við nágrannaþjóðir okkar, Grænlendinga og Færeyinga, staðfesta að fullorðið fólk er tekið til við að stjórna landinu.
Ólafur hvetur til samstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það varð þjóðinni til happs,að hafa um tiltölulega stuttan tíma verið sjálfstæð þjóð,sem mundi vel hjálendu tímann í fátækt og skömmtun á nauðsynjum. Hún áttaði sig því fljótlega á að peninga framboð bankanna,var bara ,,feik,, þótt stjórnendur bankann klofuðu yfir allan austurflekann til að kaupa stóreignir. Þjóðin lætur ekki fleka sig og hafnar Esb.aðild.
Helga Kristjánsdóttir, 2.1.2014 kl. 07:38
Ég tek undir þetta og utanríkisstefna okkar þarf ekki að ná lengra en á Norðurslóðir. Við þurfum ekki að troða okkur til Kína þegar við höfum næg verkefni í kring um Íslandi. Það má minna á að okkar gömlu landsvæði náðu frá undir norður stjörnunni suður að N 54 breiddargráðu í fyrstu síðan N 44 niður með Missori fljótinu. Þetta voru Íslensku löndin sem norska krúnan vildi árið 1262 og heldur enn Svalbarða.
Valdimar Samúelsson, 2.1.2014 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.