Norðurslóðir okkar heimamarkaður, ekki Kína eða ESB

Íslensk utanríkisstefna ætti að taka mið af efnahagslegum og pólitískum hagsmunum okkar. Við erum strandríki á Norður-Atlantshafi og meginhagsmunir okkar eru með sterka snertifleti við nágrannaþjóðir okkar í austri og vestri: Færeyinga, Norðmenn og Grænlendinga.

Utanríkisþjónustan fór í afglapaleiðangur til Brussel og sinnti ekki nærhagsmunum okkar. Uppstokkun verður að gera á utanríkisráðuneytinu til að staðfesta breyttar áherslur.

Á eftir þeim þrem þjóðum sem ofan eru nefndar tengjast hagsmunir okkar Norðurlöndunum, þar á eftir Bandaríkju               num, Kanada, Bretlandi/Skotlandi og Rússlandi.

Evrópusambandið kemur þar á eftir og er samhliða Kína. Bæði eru stórveldi á brauðfótum sem þarf að sýna kurteisi en gæta þess að þau nái ekki tangarhaldi á okkur. Í utanríkisráðuneytinu eru á hinn bóginn embættismenn sem sæta færis að framselja fullveldið ýmist til Brussel eða Peking.


mbl.is Vilja fríverslun við Grænland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband