Mánudagur, 23. desember 2013
Bankar: konur skjöldur gegn greiðslu skatta
Bankamafían á Íslandi, já, sama mafían og gerði þjóðina nærri gjaldþrota, ætlar að nota konur sem lifandi skildi í baráttunni gegn skattgreiðslum. Formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja ríður á vaðið með breiðsíðu gegn því að bankar borgi skatta í samræmi við afkomu og notar til þess jafnréttisrök.
Bankafólk er betur launað en flestar starfsstéttir og þar er launaskrið meira en gengur og gerist á vinnumarkaði.
Rökin, að bankar eigi ekki að borga skatta í samræmi við afkomu, vegna þess að þeir borgi konum ofurlaun er með því lágkúrulegasta sem sést í umræðunni.
Bankaskattur bitni mest á konum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, þetta er algjörlega tímalaus klassík hjá formanninum á pari við "hvað verður þá um börnin" ummæli Sóleyjar Tómasdóttur fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar.
Benedikt Helgason, 23.12.2013 kl. 20:55
Það er allt á sömubankabókina lagt!
Helga Kristjánsdóttir, 24.12.2013 kl. 02:27
(ekki lært)
Helga Kristjánsdóttir, 24.12.2013 kl. 02:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.