Sunnudagur, 22. desember 2013
Nafnlaus fávitaumræða um kennara í 365-miðlum
365-miðlar (Fréttablaðið, Stöð 2 og Bylgjan) bjóða upp á mestu forheimskun kennaraumræðunnar norðan Alpafjalla. Inngangurinn að frétt 365-miðla um kennara hljómar svona
Það er mjög algegnt hjá til dæmis tveimur framhaldsskólakennurum sem báðir eru með 35 nemendur í upphafi annar að annar skili fimm af sér í lokin en hinn 20.
Ekki kemur fram hvað hafi orðið af nemendunum sem kennararnir ,,skiluðu ekki af sér." Við lestur fréttarinnar kemur á daginn að vísað er í nafnlausan kennara hvers upplýsingar voru uppistaðan í mest auglýsta viðtalsþætti 365-miðla og heitir á Sprengisandi.
Af umfjöllunin að að dæma er tilefnið umræða um styttingu framhaldsskólanáms. En áherslan er öll á að sumir kennarar séu ekki starfi sínu vaxnir. Nú er ábyggilega misjafn sauður í mörgu fé kennara. En misjafnir sauðir eru líka í hjá hjúkrunarfræðingum, læknum, lögfræðingum, verkfræðingum, viðskiptafræðingum og öðrum stéttum.
Hvaða fjölmiðli dytti í hug að ræða heilbrigðismál út frá því að sumir læknar séu hysknir eða að einhverjir hjúkrunarfræðingar stundi ekki eðlilega starfsþróun? Og hvaða fjölmiðill myndi draga upp á dekk nafnlausan ræfil sem þorir ekki að kannast opinberlega við skoðanir sínar og láta þann nafnlausa buna út úr sér bullinu, samanber innganginn sem vitnað er í að ofan?
Eru 365-miðlar í samkeppni um að verða heimskasti fjölmiðillinn norðan Alpafjalla?
Athugasemdir
Það sem kom fram í máli Ársæls Guðmundssonar var gott og efnislegt. Hann benti á það t.d. að fjárframlög til framhaldsskóla á Íslandi eru þau næstminnstu í OECD. Hann vildi fjölga kennsludögum og fækka dögum sem fara í próf. Stjórnandi Sprengisands stóð sig afar illa og gerði lítið annað en að afhjúpa fordóma sína og vanþekkingu.Ég vil ekki tjá mig um frétt 365 miðla um kennara af velsæmisástæðum.
Hrafn Arnarson, 22.12.2013 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.