Margrét, góða fólkið og vegurinn til vítis

Margrét Tryggvadóttir hoppaði út því hlutverki að vera frambjóðandi reiða fólksins yfir í talsmennsku fyrir góða fólkið. Margréti finnst fyrir hönd góða fólksins  ,,viðurstyggilegt og óhugnanlegt" ef stjórnmálamenn hafa áhyggjur af fjölgun útlendinga.

Margrét segir ,,Vondir hlutir gerast nefnilega þegar gott fólk stendur hjá og gerir ekki neitt." Vísunin er í orðræðu frá millistríðsárunum í Evrópu þegar góða fólkið gerði ekkert til að stemma stigu við fasisma. Fyrir hönd góða fólksins dundar Margrét sér við að maka fasisma á Framsóknarflokkinn.

Raunar er íhaldsmaðurinn og þjóðernissinninn Edmund Burke höfudurinn að orðtakinu um að  illskan verði alls ráðandi ef gott fólk heldur að sér höndum. Burke gangrýndi frönsku byltinguna og taldi hægfara þróun farsæla en byltingar af hinu illa.

Margrét og góða fólkið ættu að hafa annan vísdóm í huga, sem er nokkuð eldri en orðskviða enska íhaldsmannsins: vegurinn til vítis er varðaður góðum áformum (góða fólksins).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Margrét er ljóslifandi dæmi um nýliða á þingi með góðan þokka,sem umbreytist við mótmlæti í framapoti sínu. Hafi hún góð áform í huga,orka þau á mig ósannfærandi,er hún lýsir áhyggjum og varkárni þingmanna,með stóryrðum.eins og viðurstyggð og óhugnanlegu. Stjórnarflokkarnir hafa skynsamlega öfgalausa stefnu í innflytjendamálum,rétt eins og í öðrum málum, reynslunni ríkari.

Helga Kristjánsdóttir, 21.12.2013 kl. 13:44

2 identicon

Sæll Páll - nafna mín Kristjánsdóttir o.fl. gestir Páls !

Hvað - svo sem brokkgöngu Margrétar Tryggvadóttur líður í hinum ýmsu mála er það engin skröksaga að flokkar þeirra Sigmundar Davíðs og Bjarna ala á uppskrúfaðri Íslands dýrkun sínkt og heilagt - HÉR sé allt hið FULLKOMNASTA að finna í gjörvöllu Sólkerfinu og hvergi megi örðu finna á íslenzkum hlutum.

Vitaskuld - er tilgangur þeirra félaga að draga allt mögulegt fram til Þess að breiða yfir sukk þeirra og seyru í öllum þeirra vinnubrögðum - áþekkt þeim Jóhönnu og Stein grími J. þar áður.

Rökvilla Edmunds Burke - er aftur á móti kapítuli út af fyrir sig. Frönsk alþýða lifði við verri kjör en búfénaður Franska aðalsins / og því varð Bastillubyltingin ÓHJÁKVÆMI LEG í Júlí 1789 Páll.

Ég hugði þig - skynugri en svo síðuhafi góður.

Einhver ''hægfara þróun'' hefði nú tekið tímann sinn að gerjast þar syðra - og stæði jafnvel enn Páll minn hefðu dugmiklir Frakkarnir ekki tekið til sinna ráða gegn Bourbon burgeisa slektinu.

Með beztu kveðjum sem oftar - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.12.2013 kl. 14:26

3 identicon

Sammála. Þetta tal um "fasisma" er komið út á villigötur.

Sveinn Dagur Rafnsson (IP-tala skráð) 21.12.2013 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband