ESB kyndir undir ófriði á Íslandi

Ef Ísland væri aðili að Evrópusambandinu myndum við greiða með okkur þangað. Jafnvel utanríkisráðuneytið í tíð Össurar Skarphéðinssonar viðurkenndi það. IPA-styrkirnir koma frá Brussel til að lönd aðlagi sig sambandinu enda tekur ESB aðeins inn ríki  þeim grunni sem á ensku heitir ,,accession process".

Þar sem Íslendingar gáfu aldrei ríkisstjórninni umboð til að sækja um aðild að ESB voru IPA-styrkirnir í raun mútufé sem áttu að kaupa velvild til ESB-aðildar.

Þegar ný ríkisstjórn tók við við völdum í vor hafði hún skýrt og ótvírætt umboð þjóðarinnar að afturkalla ESB-umsókn Samfylkingar. Af óskiljanlegum ástæðum heyktist ríkisstjórnin á verkefninu og boðaði hlé á aðlögunarferlinu. 

ESB túlkaði hik íslensku ríkisstjórnarinnar sem veikleikamerki. Til að auka þrýstinginn á ríkisstjórnina ákvað framkvæmdastjórnin að afturkalla IPA-styrki. ESB veit sem er að einstakar stofnanir hugsa ekki um heildarhagsmuni Íslands heldur þrönga sérhagsmuni. Með því að afturkalla styrkina rýkur embættismannaliðið upp til handa og fóta og finnst eins og himinn og jörð séu að farast og væla utan í ráðuneytin.

Stjórnviska af þessu tagi er eldgömul í Evrópu. Rómverjar notuðu hana sér til framdráttar í landvinningastríðum við germana. Aðferðin heitir að deila og drottna.


mbl.is Hættu skyndilega viðræðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband