Fimmtudagur, 19. desember 2013
Sjálfstæð fyrirlitning á lýðræðinu
Sjálfstæðisflokkurinn er með ítrekaðar landsfundarsamþykktir um að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. Fámenn klíka innan flokksins viðurkennir ekki skýran og afgerandi vilja flokksmanna.
Samþykkt síðasta landsfundar var ótvíræð
Landsfundur telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið. Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Í kosningunum í vor bauð einn flokkur, Samfylkingin, fram ESB-aðild sem lausn á vandamálum Íslands. Flokkurinn fékk 12,9 prósent fylgi. Þar með hafnaði þjóðin aðildarferlinu sem Samfylkingin hratt umboðslaus af stað 16. júlí 2009 á alþingi.
Sjálfstæðir Evrópumenn vilja fótum troða lýðræðislegar samþykktir, bæði eigin flokks og þjóðarinnar í heild. Það er ekki tilviljun. Evrópusambandið er þekkt fyrir að lítilsvirða lýðræðið.
Undrast stöðu viðræðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég var svo barnalegur að halda að lýðræðið fælist í rétti manna til að hafa þær skoðanir, sem þeim finnst sjálfum réttastar og að það gilti um fólk í öllum stjórnmálaflokkum.
Ómar Ragnarsson, 19.12.2013 kl. 15:16
Ómar vertu ekki barnalegur. Lestu lög í kafla X grein 85 ofl. um landráð. Lýðræði nær aðeins að stjórnarskrá og lögum ekki satt.
Valdimar Samúelsson, 19.12.2013 kl. 19:02
ESB áhangendur.Sé aðeins afar óþjóðhollt fólk, sem er sama um land og þjóð. Fólk sem heldur að grasið sé grænna hinumegin við girðinguna, gras sem bara þau ein nái að bíta sér til hagsbóta. Skítt með þjóðhollan sauðsvartan almúgan! Semjum meðal annars af okkur 200 mílurnar fyrir hagsmuni afar fárra að ekki sé minnst á 30% Makrílshlutdeildina, sem Ísland á allan rétt á að veiða!
Kolbeinn Pálsson, 19.12.2013 kl. 21:15
Heimsmet í kosningaloforðum og mismunu á atkvæðavægi gerði kosningaúrslitin, hefur ekkert með ESB að gera.
Stærsta fyrirlitning á lýðræðinu er einkavæðing auðlinda landsmanna og þrælahald á láglaunafólki.
Jón Páll Garðarsson, 20.12.2013 kl. 17:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.